Róma-fólk í Evrópu sætir enn gríðarlegri mismunun

Róma-fólk (stundum kallað sígaunar) sætir gríðarlegri mismunun víða í Evrópu varðandi húsnæði, vinnu, heilsugæslu og menntun. Það er oft neytt til að yfirgefa hús sín og má þola rasisma og lögregluofbeldi.

Róma-fólk (stundum kallað sígaunar) sætir gríðarlegri mismunun víða í Evrópu varðandi húsnæði, vinnu, heilsugæslu og menntun. Það er oft neytt til að yfirgefa hús sín og má þola rasisma og lögregluofbeldi.

Róma-fólk býr við einhver verstu kjör í Evrópu. Í sumum löndum er því meinað um ríkisborgararétt og skilríki sem þörf er á til að njóta félagslegrar aðstoðar, heilsugæslu og annarrar þjónustu.

Börn Róma-fólks er oft sett í „sérskóla“ án nokkurrar gildrar ástæðu. Námskrá í þeim skólum er efnisminni en í öðrum skólum sem takmarkar möguleika þeirra til framtíðar litið.

 

Neitað um hefðbundna skólagöngu í Tékklandi og Slóvakíu

 

Mismunun gagnvart Róma-fólki er enn við lýði í Tékklandi. Hægriöfgamenn fylktu nýlega liði í mótmælagöngu gegn Róma-samfélaginu í Přerov. Mótmælin fóru úr böndunum og slagsmál brutust út.

Talið er að um 300.000 Róma-fólk búi í Tékklandi, sem er um þrjú prósent landsmanna. Tékkneskt Róma-fólk býr við miklu meira atvinnuleysi en aðrir Tékkar. Sumar heimildir herma að allt að þriðjungur atvinnulausra í Tékklandi sé Róma-fólk. Það er einnig mun líklegra en aðrir til að sæta lögreglu- og kynþáttaofbeldi.

Stjórnarskrá Tékklands tryggir rétt allra barna til menntunar. Þrátt fyrir það sæta Róma-börn enn mismunun og útilokun í menntakerfinu.

Enn mega Róma-börn sæta því að vera sett í skóla fyrir börn með andlega fötlun, þrátt fyrir úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu í nóvember 2007 gegn slíku athæfi.

 

 Róma-börn í sérskóla í Tékklandi í febrúar 2009

 

Fjölmörg Róma-börn í Slóvakíu eru sett í „sérskóla“ fyrir börn með andlega fötlun, þar sem þau fá lélegri kennslu og eiga mun minni möguleika í framtíðinni að fá vinnu eða sækja frekara nám. Óháðar rannsóknir benda til þess að allt að 80 prósent barna í sérskólum í Slóvakíu séu Róma-börn.

Pavlovce nad Uhom er bær í Austur-Slóvakíu, um 10km frá landamærum Úkraínu. Yfir 50 prósent af 4.500 íbúum bæjarins er Róma-fólk. Tveir grunnskólar eru í bænum: venjulegur grunnskóli og sérskóli fyrir börn með andlega fötlun.

 

Í júlí 2008 voru nærri tveir þriðju Róma-barna í bænum í sérskólanum. Af um 200 nemendum í sérskólanum eru 99.5 prósent Róma-börn.

 

Mismunun á Ítalíu

 

Frá 2007 hafa ítölsk yfirvöld gripið til „öryggisráðstafana“ sem bitna sérstaklega á Róma-fólki og Sinti-fólki.

Róma-samfélög hafa síðustu 10 ár iðulega verið þvinguð til að flytja, en slíkar þvinganir virðast hafa aukist frá árinu 2007.

Bæði Róma- og Sinti-samfélög hafa sætt slíkum þvingunum. Þetta eru samfélög, sem búa í ósamþykktum byggðum og í sumum tilvikum samfélög sem hafa leyfi til að búa í samþykktum byggðum. Íbúarnir eru ýmist ítalskir ríkisborgarar eða ríkisborgarar annarra ESB-landa.

Oft virðist brottreksturinn í trássi við alþjóðleg mannréttindaviðmið og landslög, sem tryggja að mál skuli fara ákveðinn farveg, meðal annars að hægt sé að skjóta þeim til dómstóla, þegar einstaklingum er hótað brottvísun. Oft var einnig engum viðunandi húsnæðisúrræðum lofað eða þau rædd við samfélögin, í trássi við alþjóðleg mannréttindaviðmið, með þeim afleiðingum að margt Róma- og Sinti-fólk stendur uppi húsnæðislaust.

Margir hafa neyðst til að finna sér eitthvert annað skjól með litlum fyrirvara og komið sér fyrir án heimildar á öðrum svæðum, þaðan sem það er síðan rekið skömmu síðar.

 

Aðgerðum stjórnvalda fylgir oft mikil gagnrýni stjórnmálamanna í sveitarstjórnum og landsmálum á Róma-fólk og óhróður um það í fjölmiðlum.

Áróður gegn Róma og Sinti árið 2008 magnaði andrúmsloft sem varð til þess að árásum á hópa og einstaklinga fjölgaði gífurlega. Róma-fólk hefur sætt múgofbeldi almennings, þar sem ráðist var gegn einstaklingum með hrópum og barsmíðum og kveikt í byggðum fólksins.

 

Andúð á Róma-fólki vex í Ungverjalandi.

 

Nýlega hefur Róma-fólk í Ungverjalandi ítrekað sætt ofbeldi.

Samkvæmt fjölmiðlum voru Robert Csorba, 27 ára Róma-maður og Robika, fimm ára sonur hans, drepnir í Tatarszentgyorgy, þorpi um 40 km suðaustan við Búdapest. Fregnir herma að þeir hafi verið skotnir til bana þegar þeir flúðu úr húsi sínu, sem kveikt hafði verið í.

Staðarlögreglan var sögð hafa upphaflega tilkynnt að kviknað hefði í útfrá rafmagni. Hún á að hafa gert það þrátt fyrir að nágranni hafi tilkynnt um byssuskot og skothylki og blóðslettur í snjónum. Nokkrum klukkustundum síðar sagði lögreglan að hér hefði ekki verið um slys að ræða.

Samkvæmt gögnum frá ungversku lögreglunni voru 16 atvik skráð árið 2008 þar sem vopnum var beitt gegn Róma-heimilum. Að minnsta kosti fjórir Róma-einstaklingar voru drepnir í árásunum.

 

Þvingaðir brottflutningar í Serbíu

 

Róma-fólk nýtur ekki réttar síns til viðunandi húsnæðis. Borgarstjóri Belgrad skipaði svo fyrir að hópi Róma-fólks sem bjó ólöglega í byggð í Novi Beograd skyldi rekið brott þann 3. apríl síðastliðinn.

Um 250 Róma-fólk var rekið brott úr bráðabirgðahúsnæði sínu. Sumt þeirra hafði flúið átökin í Kosóvó. Meðal þeirra voru lítil börn og gamalt fólk og veikt. Fregnir herma að tvær konur hafi þurft á aðhlynningu að halda á spítala vegna streitu.

 

Róma-fjölskylda sem borin var út

 

Fjölmiðlar greindu frá því að jarðýtur og lögreglumenn hefðu birst snemma morguns til að ryðja svæðið. Þetta gerðist áður en samfélaginu hafði borist formleg tilkynning um útburðinn. Bráðabirgðahúsnæði þeirra var jafnað við jörðu meðan íbúarnir horfðu á.

Fólkið var rekið brott til að hægt væri að byggja veg í aðdraganda Stúdentaleikanna 2009, sem verða haldnir í Belgrad síðar á þessu ári.

Borgarstjóri Belgrad hafði að sögn látið útbúa gáma sem bráðabirgðahúsnæði fyrir fólkið, en um 50 íbúar hverfisins þar sem gámunum var komið fyrir reyndu að kveikja í þremur gámanna. Margir íbúanna þurftu að búa undir beru lofti í fimm nætur þar sem þeim stóð ekkert húsnæði til boða.

 

Róma-fólki meinað um fullnægjandi húsnæði í Rúmeníu

 

Í ágúst 2004 var yfir 100 Róma-fólk borið út úr byggingu í Miercurea Ciuc í Harguita-héraði, sem mestmegnis er byggt fólki af ungversku bergi. Fjölskyldurnar 12 búa nú á akri sem er 800m². Skilti á girðingum við nærliggjandi vatnshreinsistöð vara við hættunni á eitrun.

Yfirvöld létu fólkið fá átta málmbragga að búa í. Þeir nægðu ekki, þannig að Róma-fólkið byggði sjálft 14 hús til viðbótar úr viði og öðrum efnum.

 

Málmbraggar sem Róma fólk býr í í Rúmeníu

 

Veður er vont að vetri til og frost getur orðið allt að -26°C. Yfirvöld sjá um að aka börnunum í grunnskóla hinum megin í bænum, sem einungis Róma-börn sækja.

Samkvæmt vitnisburði Róma-fólks, sem á heima í bænum, eru aðstæðurnar mjög hættulegar heilsu íbúanna, vegna nálægðarinnar við vatnshreinsistöðina og veðurfarsins.

Róma-fólkið átti einungis að búa þarna til bráðabirgða. En fólkið hefur búið þarna í rúm fjögur ár.

Annað Róma-fólk, sem var borið út úr sömu byggingu árið 2004 vildi ekki fara í braggana. Það byggði bráðabirgðahúsnæði við ruslahaug, um klukkutíma gang frá bænum. Aðstæður þar eru líka slæmar.

 

Neydd aftur til Kosóvó

 

Nokkrar ríkisstjórnir innan ESB ætla að neyða Róma-fólk til að fara aftur til Kosóvó, þar sem það mun sæta mikilli mismunun. Frakkland og flestar Norðurlandaþjóðirnar ætla að neyða fólk til að snúa aftur.

Um 18.500 einstaklingum verður snúið aftur frá Þýskalandi, þar af 3.500 Albönum, 10.000 Róma-fólki og 5.000 af öðrum uppruna.

Þó að átök þjóðarbrota hafi lægt mikið er enn töluvert um hótanir, þar á meðal gegn þjóðarbrotum sem snúa aftur á svæði þar sem þau voru í minnihluta. Mismunun gegn Róma-fólk er algeng, sem birtist í verra aðgengi þess að menntun, heilsugæslu, atvinnu og húsnæði.

Versta dæmið um mismunun í Kosóvó varðar yfir 200 fjölskyldur sem hafa búið frá 1999 í búðum á gömlum blýmenguðum ruslahaug. Þrátt fyrir aðvörun Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árið 2001 þess efnis að blýmengun í blóði barna og fullorðinna í búðunum væri ein hin hæsta í heimi býr Róma-fólk enn í búðunum.

 

Lestu meira

March through Czech town puts Roma community in fear (News, 6 April 2009)
Roma forcibly evicted from Milan settlement (News, 31 March 2009)
Europe unites against Roma discrimination (News, 26 November 2008)