Viku eftir innrásina í Úkraínu, sem var gerð í febrúar 2022, innleiddu rússnesk stjórnvöld ritskoðunarlög í þeim tilgangi að gera mótmæli gegn innrásinni refsiverð. Nú, tveimur árum síðar afplánar fjöldi fólks áralanga fangelsisdóma fyrir friðsamlegt andóf gegn stríðinu.
Skráðu þig í SMS-aðgerðanet Amnesty hér.
Samkvæmt ritskoðunarlögunum er refsivert „að dreifa falsfréttum“ og „að koma óorði á rússneska herinn“ (greinar 207.3 og 280.3 í hegningarlögum) en við því getur legið allt að 15 ára fangelsisdómur.
Þrátt fyrir harðar refsingar heldur fólk áfram að mótmæla stríðinu í Úkraínu. Fjöldi fólks um allt Rússland hefur verið fangelsað fyrir friðsamleg mótmæli gegn stríðinu.
Rússnesku ritskoðunarlögin brjóta gegn mannréttindum.
SMS-félagar krefjast þess að rússnesk stjórnvöld afnemi ritskoðunarlögin skilyrðislaust, án tafar og leysi öll þau úr haldi sem eru fangelsuð fyrir það eitt að mótmæla friðsamlega stríðinu.

