Rússland og Kína bregðast mótmælendum í Sýrlandi á vettvangi öryggisráðsins

Ákvörðun Rússlands og Kína um að beita neitunarvaldi á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, degi eftir að sýrlenski herinn hóf umfangsmiklar árásir á íbúabyggð í borginni Homs, lýsir kaldlyndi og er svik við íbúa Sýrlands. Fjöldi manns hefur nú látist í árásum hersins.

Ákvörðun Rússlands og Kína um að beita neitunarvaldi á ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, degi eftir að sýrlenski herinn hóf umfangsmiklar árásir á íbúabyggð í borginni Homs, lýsir kaldlyndi og er svik við íbúa Sýrlands. Fjöldi manns hefur nú látist í árásum hersins.

Beiting neitunarvaldsins er algerlega ábyrgðarlaus og ótrúlegt að ríkin tvö hafi hindrað framgang ályktunar sem var mjög varlega orðuð.

Öryggisráðið hefur ekki gert neitt vegna neyðarástandsins í Sýrlandi frá því neyðarástand skapaðist í landinu í mars 2011, ef frá eru skilin yfirlýsing frá forseta ráðsins í ágúst 2011, þar sem mannréttindabrot í landinu eru fordæmd.

Amnesty International mun áfram þrýsta á aðildarþjóðir öryggisráðsins að vísa ástandinu í Sýrlandi til Alþjóðlega sakamáladómstólsins, koma á altæku vopnaviðskiptabanni til landsins og frysta eigur Bashar al-Assad forseta og annarra háttsettra embættismanna.