Leikhússtjórinn Evgenia Berkovich og handritshöfundurinn Svetlana Petriychuk voru handteknar að geðþótta þann 5. maí og eru enn í haldi.
Þær eiga yfir höfði sér ákærur fyrir það að semja og setja upp margverðlaunaða leikritið „Finist Yasny Sokol“ sem fjallar um konur sem fluttu til Sýrlands og giftust meðlimum vopnaðra hópa þar í landi.
Evgenia og Svetlana eiga báðar yfir höfði sér fráleitar ákærur fyrir það að „réttlæta hryðjuverk“ sem varðar allt að sjö ára fangelsi.
SMS-félagar krefjast þess að rússnesk yfirvöld leysi þær úr haldi umsvifalaust og felli niður allar ákærur á hendur þeim.

