Mohammad bin Nasser al-Ghamdi var dæmdur til dauða 9. júlí síðastliðinn í sakamáladómstól Sádi-Arabíu fyrir friðsamlegar aðgerðir á Twitter og Youtube.
Ákæran var meðal annars byggð á nokkrum tístfærslum þar sem hann gagnrýnir konunginn, krónprinsinn og utanríkisstefnu ríkisins.Mohammad kallaði einnig eftir lausn trúarklerkar úr haldi og gagnrýndi verðhækkanir.
Dauðarefsingin gegn Mohammad, sem er samtals með aðeins 10 fylgjendur á tveimur nafnlausum notandareikningum, er skýr stigmögnun í þöggunaraðgerðum konungsríkisins til að bæla niður andóf.
SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld í Sádi-Arabíu felli niður dóminn og leysi Mohammad tafarlaust úr haldi án skilyrða.

