Íslandsdeild Amnesty International boðar til samstöðufundar á kaffihúsinu Hemma og Valda (Laugavegi 21) á milli klukkan 14-16 laugardaginn 11. febrúar.
Íslandsdeild Amnesty International boðar til samstöðufundar á kaffihúsinu Hemma og Valda (Laugavegi 21) á milli klukkan 14-16 laugardaginn 11. febrúar.
Fyrir ári síðan steyptu íbúar Egyptalands og Túnis einræðisherrum landa sinna af stóli og vöktu með því önnur lönd Mið-Austurlanda og Norður-Afríku upp af vondum draumi einræðis og kúgunar. Á meðan Líbíumenn endurbyggja land sitt, Egyptar berjast á móti lögregluofbeldi og herdómstólum, Sýrlendingar horfast í augu við skriðdreka á götum úti – þá heldur baráttan fyrir mannréttindum áfram.
Sýnum íbúum Mið-Austurlanda og Norður-Afríku samstöðu og styðjum þá í friðsamlegri mannréttindabaráttu þeirra. Mótmælum öflum sem reyna að þagga niður í þeim.
Sýnið samstöðu ykkar með því að klæðast rauðu, grænu eða svörtu.
Tónlistarfólkið Svavar Knútur og Ellen Kristjánsdóttir koma fram, sem og hljómsveitin Blágresi
KAFFI, KAKÓ OG KÖKUR Í BOÐI FYRIR ALLA!
ANDLITSMÁLNING FYRIR BÖRNIN!
SÝNUM SAMSTÖÐU!
