Samstöðufundur með mótmælendum í Egyptalandi Lækjartorg kl.14.00 laugardaginn 12.febrúar 2011

Íslandsdeild Amnesty International efnir til samtöðufundar á Lækjartorgi laugardaginn
12. febrúar og hefst fundurinn kl. 14.00.

Íslandsdeild Amnesty International efnir til samstöðufundar á Lækjartorgi laugardaginn
12. febrúar og hefst fundurinn kl. 14.00. Samstöðufundurinn er skipulagður af Amnesty International og studdur af Blaðamannafélagi Íslands, Félagi múslima á Íslandi, Kvenréttindafélagi Íslands, Menningar- og friðarsamtökunum MFÍK, PEN á Íslandi, Rauðum vettvangi, Rithöfundasambandi Íslands, ReykjavíkurAkademíunni, Sambandi ungra framsóknarmanna, Sambandi ungra sjálfstæðismanna og Ungum vinstri grænum. 
 
Alþjóðlegur samstöðudagur er laugardaginn 12. febrúar. Þúsundir manna koma þá saman í samstöðu með íbúum  Egyptalands og annarra Mið-Austurlanda. Fólk um allan heim tekur undir baráttu þeirra gegn kúgun og kröfur þeirra um frelsi, mannréttindi og umbætur í samfélaginu. 
Samstöðufundir verða ekki bara á Íslandi á laugardag heldur um allan heim, m.a.
í Ástralíu, Austurríki, Bangladess, Belgíu, Benín, Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Finnlandi,  Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Japan, Kanada, Malí, Noregi, Púertó Ríkó, Slóveníu, Slóvakíu, Suður-Kóreu, Spáni, Sviss,Tyrklandi og Þýskalandi. 
 
Fólk er beðið um að sýna samstöðu sína með því að klæðast svörtu, hvítu eða rauðu (litum egypska fánans) 
 
Við viljum að íbúar Egyptalands viti að þó margar ríkisstjórnir utan Egyptalands séu hikandi við að styðja breytingar þá stendur allur almenningur heilshugar með mótmælendum í Kaíró og annars staðar.

Mætum öll!

Skráðu þátttöku þína á Facebook!