Singapúr: Stöðvið ólögmæta aftöku

Tangaraju s/o Suppiah á yfir höfði sér fyrirhugaða aftöku þann 26. apríl 2023 í Singapúr. Tangaraju var dæmdur fyrir sölu á einu kílói af kannabisefni og fékk hann lögbundinn dauðadóm fyrir vímuefnabrot.

Sakfelling hans byggir einkum á skýrslum úr lögregluyfirheyrslum, sem fóru fram án lögfræðings og túlks, ogvitnisburði frá tveimur öðrum sakborningum í málinu. Ákærur á hendur annars þeirra hafa nú verið felldar niður.

SMS-félagar krefjast þess að stjórnvöld í Singapúr stöðvi aftökuna og breyti dómnum. Einnig er krafist opinbers aftökuhlés sem fyrsta skref í átt að afnámi dauðarefsingarinnar.

mynd: MOHD RASFAN/AFP via Getty Images