Skelfilegt ástand í flóttamannabúðum Palestínumanna

Yfir 3.000 palestínskir flóttamenn, sem flúið hafa ofbeldið í Írak, búa við skelfilegar aðstæður um þessar mundir. Þeir hafa lítið samband við umheiminn og njóta ekki fullnægjandi mannúðaraðstoðar.

Í mars 2008 hittu fulltrúar frá Amnesty International palestínskt flóttafólk sem er innilokað í al-Tanf búðunum á einskis manns landi á landamærum Írak og Sýrlands.

Yfir 3.000 palestínskir flóttamenn, sem flúið hafa ofbeldið í Írak, búa við skelfilegar aðstæður um þessar mundir. Þeir hafa lítið samband við umheiminn og njóta ekki fullnægjandi mannúðaraðstoðar.

Í mars 2008 hittu fulltrúar frá Amnesty International palestínskt flóttafólk sem er innilokað í al-Tanf búðunum á einskis manns landi á landamærum Írak og Sýrlands.

Al-Tanf búðirnar eru á litlu landsvæði sem liggur milli steinsteypts veggs og helsta vegarins milli Bagdad og Damaskus. Þurrkar eru miklir og ryk. Hiti geta farið upp í 50°C á sumrin og niður fyrir frostmark á veturna.

Í búðunum eru hundruð Palestínumanna sem hafa reynt að flýja Írak, þar sem þeir bjuggu áður til langs tíma. Palestínumenn eru meðal þeirra hópa sem hafa verið sérstakt skotmark stríðandi fylkinga í Írak í þeirri óöld sem ríkt hefur.

Yfirfull tjöld eru eina skjólið gegn hitanum, snjónum og blindandi sandstormum. Hættur leynast alls staðar, sérstaklega fyrir börnin. Sporðdrekar og slöngur eru um allt.

Skólatjöldin veita ekkert skjól gegn mikilli bílumferð á nálægum vegi. Einn drengur hefur nú þegar látið lífið þegar vörubíll ók á hann.

 

Þegar fulltrúar frá Amnesty International heimsóttu búðirnar í mars 2008 sögðu íbúar þar að reglulega kviknaði í eldunarbúnaði og kyndikerfum í tjöldunum með þeim afleiðingum að tjöld eyðilegðust – nú þegar hafa 42 tjöld eyðilagst með þeim hætti.

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður og óöryggið sem fylgir lífinu í búðunum fjölgar sífellt í hópi palestínsks flóttafólks í búðunum, þegar sýrlensk stjórnvöld vísa úr landi Palestínumönnum sem hafa komið inn í landið með fölsuð vegabréf. Margír íbúar búðanna lýstu fyrir Amnesty International þeim hræðilegu atburðum sem urðu til þess að þeir flúðu Írak og eru þeim enn í fersku minni.

Fólkið í al-Tanf búðunum líður einnig vegna erfiðra aðstæðna í þar og óttast að það geti þurft að dvelja í búðunum í mörg ár til viðbótar. Einn íbúinn grátbað fulltrúa Amnesty International „bjargið okkur úr þessu helvíti“.

 

Auk þess eru um 2.000 palestínskir flóttamenn í al-Waleed flóttamannabúðunum í írösku eyðimörkinni og búa við enn verri kjör því að hjálparstofnanir og Flóttamannastofnun SÞ eiga erfitt að veita aðstoð þangað. Lífskjör þeirra eru erfið og eina lausnin á vanda þeirra er að veita þeim skjól í þriðja landi.

Í febrúar 2008 voru einnig nærri 300 palestínskir flóttamenn í al-Hol búðunum í al-Hassakah í norðaustanverðu Sýrlandi; flestir þeirra voru fluttir þangað frá landamærum Írak og Jórdaníu í maí 2006.

 

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að eina haldbæra lausnin fyrir palestínska flóttafólkið um þessar mundir sé að veita því hæli í þriðja landi. Hundruð þúsunda flóttamanna hafa flúið til Sýrlands og Jórdaníu, en bæði löndin hafa bannað palestínsku flóttafólki frá Írak að fá hæli í löndunum.

Stjórnvöld í Chile hafa boðist til að skjóta skjólshúsi yfir um 116 Palestínumenn frá al-Tanf til að byrja með. Nú þegar hafa um 64 þeirra fengið þar hæli og búist er við að hinir fylgi brátt í kjölfarið.

Ýmsar aðrar ríkisstjórnir utan Miðausturlanda hafa sagst vilja taka við sumum íbúanna í al-Tanf búðunum, en neyð flóttafólksins er skelfileg og því fyrr sem það fær hæli í þriðja landi því betra.

Amnesty International hefur ráðist í alþjóðlega herferð til að vekja athygli á neyð palestínskra flóttamanna frá Írak, þar sem vakin er athygli á þörfinni á tafarlausum aðgerðum.

Samtökin hafa beðið félaga og aðra sem styðja samtökin að þrýsta á tafarlausa alþjóðlega hjálp svo að hægt verði að koma palestínska flóttafólkinu til aðstoðar og öðru flóttafólki frá Írak sem er í sérstakri hættu.

 

Hlustaðu á viðtöl við flóttafólk í búðunum:

 

Viðtal við palestínska konu í búðunum

Viðtal við lækni í búðunum

Viðtal við Muhammad í búðunum

 

LESTU MEIRA

Al-Tanf Camp; Trauma Continues for Palestinians Fleeing Iraq

Palestinian refugees suffer in Lebanon

Palestinian refugees targeted in Iraq