Skilaboð aðalframkvæmdastjóra SÞ

Á hverju ári minnir alþjóðadagur mannréttinda okkur á að að mannréttindabrot tíðkast enn og mikið starf er óunnið svo að mannréttinda allra séu virt.

 Mannréttindafræðsla er ómissandi, hún vopnar nýjar kynslóðir þekkingu á grundvallarréttindum þeirra, og leiðum til að nota réttindi sín og verja þau. Þessi réttindi eru meðal annars: heilsa, menntun, matur, húsnæði, giftingar og stofna fjölskyldu, taka þátt í opinberu lífi, þurfa ekki að þola pyntingar, geðþótta handtökur eða fangelsun. Í stuttu máli rétturinn til að þurfta ekki að líða skort eða óttast.

    Í dag lýkur allsherjarþingið áratugi mannréttindafræðslu í (1995-2004) með fullskipuðum fundi. Þar verða kynntar tillögur um fræðsluátak á heimsvísu í mannréttindamálum. Fyrsta þesskonar átak mundi standa yfir í þrjú ár (2005-2007), og einbeita sér að grunnskólum, með því að samhæfa mannréttindafræðslu við námskrá, kennslufræði og námsumhverfið.

    Mannréttindafræðsla er miklu meira en kennslustund í skólum eða þema dagsins. Slík menntun færir fólki leiðir sem það getur notað til að lifa lífinu í öryggi og með mannlegri reisn. Á þessum alþjóðadegi mannréttinda skulum við halda áfram að þróa og hlúa að mannréttindum. Þar með auka frelsi og öryggi og jafnframt hvetja til friðar hjá öllum þjóðum.