Skráning hafin fyrir mannréttindasmiðju Íslandsdeildar Amnesty International

Mannréttindasmiðjan er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 14-18 ára, sem brennur fyrir mannréttindum.

Í tveggja daga mannréttindasmiðju verður unnið með skipulögðum og ánægjulegum hætti við að efla rödd þátttakenda í þágu mannréttinda.

Þátttakendur smiðjunnar fá næði og öruggt umhverfi til að kafa inn á við, efla traust og kynnast hvert öðru. Farið verður í hópeflisleiki, hugmyndavinnu og þátttakendur fá verklega reynslu af vinnubrögðum Amnesty International.

Lokaafurðin er mannréttindaaðgerð sem framkvæmd verður miðvikudaginn 26. júní.  Mæting í aðgerðina er valfrjáls fyrir þátttakendur smiðjunnar en einnig opin öðrum sem vilja vera með.

Þema smiðjunnar í ár er Ritskoðun í Rússlandi og leiðbeinandi verður Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri. Einnig er von á sérstökum gestum.

Að mannréttindasmiðju lokinni fá þátttakendur Amnesty-bol og viðurkenningarskjal.

Matur er í boði Amnesty International á meðan smiðjan stendur yfir og eru foreldrar/forráðafólk og aðrir aðstandendur velkomin á útskriftarathöfn að smiðju lokinni.

Skráning er til 6. júní og hægt að skrá sig hér.

Dagskrá

Dagur 1

Kl. 10

Þátttakendur kynnast og farið yfir dagskrá vinnusmiðjunnar

Kynning á vinnubrögðum Amnesty International

Kl. 12

Hádegismatur

Kl. 12:30

Hópefli

kl. 13

Ritskoðun í Rússlandi

kl. 15

Smiðjudegi 1 lýkur

Dagur 2

kl. 10

Hópefli og hugmyndavinna

kl. 12

Hádegismatur og sérstakur gestur kemur í heimsókn

kl. 13

Undirbúningur á mannréttindaaðgerð

kl. 15

Útskriftarathöfn

Myndir frá Mannréttindasmiðju 2022