Slóvakía: Aðgengi að öruggu þungunarrofi í hættu

Slóvakíska þingið hefur nú til umfjöllunar frumvarp sem felur í sér hindranir á þungunarrofi og setur heilsu kvenna og annarra sem leita eftir þungunarrofi í hættu ásamt því að  brjóta á mannréttindum þeirra. Slóvakíska þingið verður að hafna þessu frumvarpi.

Drög að frumvarpinu voru fyrst sett fram í júlí á þessu ári af stærsta þingflokki Slóvakíu, OLANO. Frumvarpið var samþykkt í ágúst og er nú til skoðunar hjá þremur nefndum. Ein nefndin hefur nú þegar sagst styðja við frumvarpið en hinar tvær eiga eftir að skila niðurstöðu.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Þungunarrof er löglegt í Slóvakíu fram að 12. viku meðgöngu. Undanfarin ár hafa hins vegar verið sett ný lög og reglugerðir sem til að gera þungunarrof óaðgengilegra. Efnahags-, félags- og menningarréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna setti fram athugasemdir í október 2019 um að konur i Slóvakíu hafi ekki gott aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu, þar á meðal aðgengi að þungunarrofi og getnaðarvörnum.

Samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum eiga einstaklingar sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama ogrétt á aðgengi að kynheilbrigðisþjónustu, þar á meðal öruggu þungunarrofi.

SMS-félagar krefjast þess að þingmenn í Slóvakíu hafni þessu frumvarpi sem stefnir öruggu þungunarrofi þar í landi í hættu.