Þingið í Slóvakíu ræðir nú lagafrumvarp er varðar skerðingu á réttindum til þungunarrofs. Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa konur að uppfylla fjölmörg skilyrði til að gangast undir þungunarrof. Þessi skilyrði eru ekki byggð á læknisfræðilegum forsendumog grafa undir rétti til friðhelgi einkalífs, rétti til mannlegrar reisnar og sjálfsákvörðunarrétti er snýr að heilbrigðisþjónustu. Skilyrðin ýta einnig undir smán og niðurlægingu. Slóvakíska þingið verður að hafna frumvarpinu umsvifalaust.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Ef frumvarpið verður samþykkt þurfa konur sem óska eftir þungunarrofi að ganga í gegnum tilskilda ómskoðun þar sem þær verða neyddar til að skoða mynd af fósturvísinum eða fóstrinu og ef tæknilega mögulegt hlusta á hjartsláttinn. Ef samþykkt yrði Slóvakía eina aðildarríki Evrópusambandsins sem neyðir konur til að fara í gegnum slíkt ferli.
Við krefjumst þess að slóvakíska þingið hafni þessu frumvarpi sem stríðir gegn alþjóðlegum mannréttindalögum og falli frá öllum tilraunum til að skerða kyn-og frjósemisréttindi í Slóvaíku.
