SMS-aðgerðanet: Hækkun

Á hverjum degi fær Amnesty International upplýsingar um mannréttindabrot sem eiga sér stað um allan heim.

Miklu varðar að þessum upplýsingum sé komið hratt og örugglega áfram til aðgerðasinna sem geta gripið til aðgerða. SMS-aðgerðanetið er auðveld leið til að krefjast umbóta á sviði mannréttinda með skjótum og áhrifaríkum hætti.

Undirskrift þín getur haft verulega áhrif á líf hópa og einstaklinga sem verða fyrir mannréttindabrotum. Hver undirskrift skiptir máli!

Sem SMS-félagi færð þú send þrjú mál þar sem greint er frá mannréttindabrotum tiltekinna hópa eða einstaklinga. Þú greiðir fyrir hvert mál sem þú færð sent og styrkir þar með allt starf Íslandsdeildar Amnesty International.

Þú skrifar undir málin með að senda AKALL í númerið 1900. Amnesty International sér svo um að senda undirskriftirnar á yfirvöld eða fyrirtæki sem þrýst er á.

Frá og með 1. mars 2024 hækkar hvert SMS úr 199 kr í 299 kr. Heild­ar­styrkur á mánuði verður því 897 kr.

Gjaldskráin hefur ekki hækkað síðan 2018 en hækkunin þá var úr 99 kr í 199 kr.

Með því að vera SMS-félagi getur þú bæði skrifað undir mál með auðveldum hætti og styrkt fjár­hags­lega við starf Íslands­deildar Amnesty Internati­onal.

Afskráning

Þú getur að sjálf­sögðu alltaf skráð þig úr SMS-aðgerðanetinu með því að senda póst á amnesty@amnesty.is eða haft samband símleiðis í síma 511 7900.