Sumarið er mikilvægur
tími hjá félagasamtökum eins og Amnesty International og halda samtökin
áfram baráttunni fyrir auknum mannréttindum þrátt fyrir sumarfrí
landsmanna. Ungliðar í ungliðahreyfingunni hafa staðið að vel heppnuðum
aðgerðum.
Sumarið er mikilvægur
tími hjá félagasamtökum eins og Amnesty International og halda samtökin
áfram baráttunni fyrir auknum mannréttindum þrátt fyrir sumarfrí
landsmanna. Ungliðar í ungliðahreyfingunni hafa staðið að vel heppnuðum
aðgerðum. Götukynningar samtakanna hafa gengið vel og hafa götukynnar
safnað rúmlega 11.000 undirskriftum á götum úti í sumar. Einnig er hægt
að leggja samtökunum lið með því að hreyfa sig og þegar hafa níu
einstaklingar ákveðið að hlaupa fyrir Amnesty International í
Reykjavíkurmaraþoninu.Laugardaginn 23. júlí, tók lið Amnesty International þátt í 13.
Íslandsmóti í strandhandbolta sem fram fór í Nauthólsvík. Þetta var í fyrsta skipti sem lið Amnesty International
tekur þátt í þessu móti. Fyrir hönd Amnesty International kepptu þau Bjarki
Pétursson, Anna Lillian, Hallur Kristinn, Davíð Stefán og Arnar
Pétursson og vöktu þannig athygli á stöðu mannréttinda í heiminum í dag.
Hugmyndin kviknaði hjá fyrirliða liðsins Davíð Stefáni en hann vinnur
sem götukynnir hjá samtökunum í sumar.
