Srí Lanka – Ákærið eða sleppið námsmanninum Mohamed Imran

Mohamed Imran var 20 ára þegar hann var handtekinn á grundvelli hryðjuverkalaga (PTA). Þremur árum síðar hefur hann enn ekki verið ákærður fyrir brot og engin sönnunargögn verið lögð fram.  

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið og fáðu þrjú mál send í sms-i á mánuði!

Mohamed Imran lærði hugbúnaðarverkfræði, vann í búð og bjó í Kattankudy í Austur-héraði Srí Lanka. Hann framfleytti móður sinni og ömmu sem lést meðan Imran var í haldi. 

Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneytinu er Imran í haldi m.a. vegna gruns um tengingu við ólöglegt athæfi og fyrir að vera vitorðsmaður árásarmanna á páskadag þann 21. apríl 2019. Engin haldbær sönnunargögn hafa verið lögð fram. 

Árið 2017 vakti Ben Emmerson, þáverandi sérstakur skýrslugjafi Sameinuðu Þjóðanna fyrir mannréttindi, athygli á sögu stjórnvalda í Srí Lanka um ákærur á hendur minnihlutahópa fyrir hryðjuverk. PTA-hryðjuverkalögin hafa leitt til grófra mannréttindabrota þar sem þeim hefur verið beitt til þöggunar og gegn minnihlutahópum sem hafa m.a. sætt pyndingum og handtökum að geðþótta. 

Stjórnvöld í Srí Lanka ber skylda til að rannsaka og draga fyrir dóm einstaklinga sem grunaðir eru um mannréttindabrot í sanngjörnum réttarhöldum en það þarf að vera gert í samræmi við alþjóðlega staðla.  

Sms-félagar krefjast þess að Mohamed Imran verði leystur úr haldi strax!