Stefnur og Skilmálar
VÖRUSKILMÁLAR
- Vörur og/eða gjafabréf skal staðgreiða.
- Verð vöru er í íslenskum krónum og getur breyst án fyrirvara.
- Virðisaukaskattur er alltaf innifalinn í verði vöru.
- Hægt er að greiða með greiðslukortum og Aur-appinu.
- Greiðslan fer fram á öruggu svæði Teya.
- Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum.
- Neytendakaup sem þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislögum og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
- Öllum óskemmdum og ónotuðum vörum í upprunalegum pakkningum má skila innan 30 daga frá kaupum gegn greiðslukvittun. Gölluð vara verður bætt með nýrri vöru.
ÁBYRGÐ
Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð á galla á vöru er 30 dagar frá því að kaupandi fékk vöru afhenta. Einstakar vörur eða vörumerki hafa lengri ábyrgðartíma. Er slíkt tekið fram í hverju tilfelli fyrir sig.
Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfestingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað.
Neytandi greiðir sendingarkostnað við vöruskil.
AFHENDINGARSKILMÁLAR
- Seljandi leitast við að afhenda vöru innan 1-5 virkra daga frá því að pöntun er móttekin og greitt hefur verið fyrir vöruna.
- Kaupandi skal við móttöku vöru athuga án tafar og innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé ógölluð, í samræmi við pöntunarstaðfestingu og vörulýsingu. Kaupandi ber ábyrgð ef varan skemmist í flutningi.
- Eðlilegur afhendingartími viðskiptavinar telst vera 10 dagar.
- Vörur eru annaðhvort sóttar á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International á Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík eða sendar í pósti til neytanda en í þeim tilfellum bætist við sendingarkostnaður.
- Flutningsaðili er Íslandspóstur.
MÁNAÐARLEGUR STYRKUR OG UPPSÖGN
Mánaðarlegur styrkur greiðist fyrsta hvers mánaðar þar til samningi er sagt upp.
Uppsögn sendist á amnesty@amnesty.is
STAKUR STYRKUR
Með því að veita stakan styrk samþykkir þú að styðja við mannréttindabaráttu Íslandsdeildar Amnesty International. Einnig veitir þú deildinni leyfi til að hafa samband við þig. Þú getur hvenær sem er óskað eftir að hætt verði að hafa samband við þig eða að upplýsingum um þig verði eytt. Hafðu samband á amnesty@amnesty.is
SMS-AÐGERÐANETIÐ OG UPPSÖGN
Hvert SMS kostar 299 kr. og þrjú SMS eru send út í mánuði. Það kostar því samtals 897 kr. á mánuði.
Hægt er að skrá sig úr SMS-aðgerðanetinu með því að senda AFSKRA í 1900 eða í gegnum amnesty@amnesty.is
TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
VARNARÞING
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Skilmálar
UNDIRSKRIFTASÖFNUN
Með því að skrifa undir málin samþykkir þú að nafn þitt verði sent á stjórnvöld í viðeigandi landi. Engar aðrar persónuupplýsingar munu fylgja bréfinu til viðkomandi stjórnvalda. Einnig veitir þú Íslandsdeild Amnesty International leyfi til að hafa samband við þig. Þú getur hvenær sem er óskað eftir að hætt verði að hafa samband við þig eða að upplýsingum um þig verði eytt. Hafðu samband með því að senda póst á netfangið amnesty@amnesty.is.
HVERS KONAR UPPLÝSINGUM SÖFNUM VIÐ OG HVERNIG?
Við byggjum afkomu okkar á frjálsum framlögum. Íslandsdeild Amnesty International safnar tilteknum persónuupplýsingum um þig ef þú ákveður að gerast Vonarljós (styrktaraðili okkar). Vonarljós okkar styrkja mánaðarlega en einnig er hægt að taka þátt í SMS-aðgerðanetinu. Persónuupplýsingarnar sem við söfnum eru nafn, kennitala, heimilisfang og bankaupplýsingar eða kortanúmer, auk netfangs og símanúmers, ef þú samþykkir það.
Þá söfnum við einnig upplýsingum um þig ef þú tekur þátt í netákalli Amnesty International en það er aðgerðanet þar sem undirskriftum er safnað til að berjast gegn mannréttindabrotum um allan heim. Ef þú gerist netákallsfélagi söfnum við upplýsingum um nafn þitt, kennitölu, netfang og símanúmer, ef þú samþykkir það. Undirskriftalistar eru sendir til erlendra stjórnvalda sem bera ábyrgð á mannréttindabrotum en einungis nafn þitt fer á undirskriftalistann. Það sama á við þegar þú svarar SMS-i í SMS-aðgerðanetinu okkar.
Tegundir og magn þeirra upplýsinga sem við fáum og geymum fer einnig eftir því hvernig þú notar vefsíðuna okkar. Þegar þú notar heimasíðu okkar, www.amnesty.is, hefur þú val um að leyfa eða hafna ákveðnum eða öllum flokkum fótspora eða „vefkaka“ (e. web-cookies). Þegar flokkur sem áður var gefið leyfi fyrir er gerður óvirkur verða allar vefkökur úr þeim flokki fjarlægðar úr vafra þínum. Sumar vefkökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vefsíðan virkar ekki rétt án þeirra. Þær eru því sjálfkrafa virkar og ekki hægt að hafna þeim. Hægt er að hafna tölfræðikökum og vefkökum fyrir markaðsefni. Tölfræðikökur hjálpa okkur að bæta vefsíðuna með því að safna og greina upplýsingum um notkun hennar. Vefkökur fyrir markaðsefni eru notaðar til að fylgjast með notkun notenda á vefsíðunni í þeim tilgangi að sýna viðeigandi og áhugaverðar auglýsingar.
Til viðbótar við framangreint þá kann upplýsingum að vera aflað með óbeinum samskiptum í gegnum þriðja aðila, til dæmis þegar fjárframlög fara í gegnum heimasíðu annarra aðila. Dæmi um það er hlaupastyrkur vegna Reykjavíkurmaraþonsins.
VIÐ SÖFNUM PERSÓNUUPPLÝSINGUM MEÐ EFTIRFARANDI HÆTTI:
- Þegar þú gerist mánaðarlegur eða árlegur styrktaraðili.
- Þegar þú skráir þig í SMS-aðgerðanetið.
- Þegar þú skráir þig í netákallið.
- Þegar þú tekur þátt í öðrum aðgerðum Íslandsdeildar Amnesty International.
- Þegar þú sækir um starf hjá okkur eða gerist sjálfboðaliði.
- Þegar þú starfar fyrir deildina sem starfsmaður eða sjálfboðaliði.
- Þegar þú vafrar á vefsíðunni okkar skv. framangreindu.
- Stöku sinnum í gegnum þriðja aðila (sjá hér að ofan).
ÞETTA ERU ÞÆR UPPLÝSINGAR SEM VIÐ SÖFNUM MEÐ ÞÍNU LEYFI:
- Nafn
- Aldur
- Heimilisfang
- Tölvupóstfang
- Símanúmer
- Kennitala
- Bankaupplýsingar
- Ferilupplýsingar og meðmæli sem veitt eru til að sækja um starf eða sjálfboðavinnu.
- Upplýsingar um launakjör, frammistöðu, viðveru og orlof sem unnið er með til að greiða starfsfólki okkar laun.
HVERNIG NOTUM VIÐ UPPLÝSINGARNAR SEM VIÐ ÖFLUM?
Við notum persónuupplýsingar sem safnað er í eftirfarandi tilgangi:
- Fyrir aðgerðir og undirskriftalista. Listar með undirskriftum eru sendir á yfirvöld sem bera ábyrgð á því máli sem skrifað er undir. Einungis undirskrift þín er send á viðkomandi yfirvald innan eða utan EES en með því að skrifa nafn þitt undir netákall samþykkir þú að undirskrift þín birtist á undirskriftalista auk þess sem miðlunin sem felst í því að undirskriftalistar félaga okkar eru sendar á stjórnvöld er nauðsynleg vegna framkvæmdar netákallsins. Það sama á við um SMS-aðgerðanetið.
- Í stöku tilfellum deilum við persónuupplýsingum um félaga okkar með öðrum deildum Amnesty International innan og utan EES en það á annars vegar við um undirskriftalista og hins vegar um sjálfboðaliða eða starfsfólk sem ferðast til annarra landa fyrir okkar hönd. Þegar um undirskriftalista er að ræða eru listar af undirskriftum sendir á viðkomandi deild sem hefur yfirumsjón með málinu. Undirskriftalistum frá Íslandsdeild er þá bætt við undirskriftalista sem safnað hefur verið í öðrum löndum og þeir sendir á stjórnvöld.
- Til að upplýsa aðrar deildir Amnesty International, innan og utan EES, um hvert starfsfólk okkar sé og hvaða stöðu það gegnir.
- Til að ganga frá greiðslum styrktarfélaga.
- Til að leyfa þér að fylgjast með herferðum okkar og starfsemi.
- Til að biðja þig um að taka þátt í herferðum okkar eða styrkja okkur.
- Til að útbúa úthringilista.
- Til að bregðast við áhuga á þátttöku í starfi samtakanna.
- Til að halda utan um skráningar atvinnuumsókna og sjálfboðaliða.
- Í einstaka tilfellum deilum við gögnum þínum með þriðja aðila (frekari upplýsingar hér fyrir neðan).
- Til að betrumbæta vefsíðuna okkar.
- Til að uppfylla lagalegar skyldur okkar, eins og að greiða út laun og færa bókhald.
- Til að halda utan um félagatöl.
- Til að halda aðalfundi og aðra félagafundi.
LAGAGRUNDVÖLLUR VINNSLUNNAR
Lög um vernd persónuupplýsinga fela í sér að vinnsla okkar á persónuupplýsingum er aðeins leyfileg ef a.m.k. eitt af eftirfarandi atriðum á við:
- Samþykki: Ef þú hefur gefið samþykki þitt fyrir vinnslu á persónuupplýsingum þínum í þágu tiltekinna markmiða.
- Samningur: Vinnsla á persónuupplýsingum þínum er nauðsynleg vegna framkvæmdar samnings sem þú gerir við okkur eða til að gera ráðstafanir að beiðni þinni áður en samningur er gerður.
- Lagaskylda: Vinnsla er nauðsynleg til að uppfylla lagaskyldu sem hvílir á Íslandsdeild Amnesty International.
- Hagsmunir þínir eða annara: Ef vinnslan er nauðsynleg til að vernda brýna hagsmuni þína eða annarra.
- Lögmætir hagsmunir: Ef vinnslan er nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna sem Íslandsdeild Amnesty International eða þriðji aðili gætir nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi þitt, sem krefst verndar persónuupplýsinga, vegi þyngra, einkum ef þú ert barn.
- Viðkvæmar persónuupplýsingar: Þegar unnið er með slíkar upplýsingar, sem í okkar tilviki eru einkum upplýsingar um aðild félaga okkar að samtökunum að svo miklu leyti sem slíkar upplýsingar verða taldar til upplýsinga um lífsskoðanir, stéttarfélagsupplýsingar og veikindafjarvistarupplýsingar starfsmanna og sjálfboðaliða er nauðsynlegt að fyrir liggi sérstök heimild til vinnslunnar til viðbótar hinum framangreindu, svo sem afdráttarlaust samþykki eða nauðsyn vegna vinnulöggjafar eða löggjafar um almannatryggingar.
VEFSÍÐUR ÞRIÐJA AÐILA
Á vefsíðu okkar má stundum finna tengla á vefsíður þriðja aðila eða forrita. Þessi persónuverndarstefna gildir ekki um slíkar síður eða forrit.
MIÐLUN PERSÓNUUPPLÝSINGANNA ÞINNA
- Miðlun upplýsinga til annarra deilda Amnesty International: Í einstaka tilfellum deilum við persónuupplýsingum þínum með öðrum deildum Amnesty International, eins og að framan greinir.
- Fyrirkomulag á hýsingu og vinnslu: Vefsíður okkar eru hýstar með þjónustuveitu þriðja aðila og því geta persónuupplýsingar sem þú skráir eða sendir inn verið meðhöndlaðar í þeirri þjónustuveitu, bæði innan og utan EES.
- Við njótum einnig aðstoðar þriðja aðila til að vinna úr persónuupplýsingum þínum, þar á meðal til að bregðast við áhuga á starfsemi Amnesty International á netinu, eða til að grípa til aðgerða, miðla upplýsingum, meðhöndla netgreiðslur eða til að vinna úr upplýsingum sem tengjast umsókn um starf, sjálfboðavinnu og öðrum ráðningarferlum.
VARÐVEISLUTÍMI UPPLÝSINGA
Við geymum aðeins persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er og í ljósi þess tilgangs sem lýst er hér að ofan. Við fjarlægjum persónulegar upplýsingar úr kerfum okkar þegar ekki er nauðsyn á þeim lengur og ýmist eyðum þeim eða gerum þær ópersónugreinanlegar.
Tímalengd á geymslu mismunandi persónuupplýsinga fer eftir hve lengi við þurfum á þeim að halda, ástæðunni fyrir því að upplýsinganna var aflað, í samræmi við lög og .
AÐGENGI AÐ OG RÉTTUR ÞINN TIL ÞINNA PERSÓNUUPPLÝSINGA
Persónuupplýsingarnar sem við höfum um þig eru þínar. Eftirfarandi atriði fela í sér rétt þinn á upplýsingum um þig, sjá nánar 17. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 (hér, pvl.):
- Að vita hvernig upplýsingarnar þínar eru notaðar.
- Að fá aðgang að upplýsingunum.
- Að leiðrétta upplýsingar sem eru rangar.
- Að biðja okkur um að eyða upplýsingum um þig.
- Að takmarka vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum.
- Að mótmæla því að upplýsingar um þig séu geymdar .
- Að færa eða flytja til upplýsingarnar þínar.
EINSTAKLINGAR UNDIR 18 ÁRA ALDRI
Ef þú ert yngri en 18 ára skalt þú gæta þess að fá leyfi hjá foreldri/forráðamanni áður en þú gefur upp persónulegar upplýsingar á vefsíðu okkar.
BREYTINGAR Á STEFNUNNI
Persónuverndarstefna þessi var síðast uppfærð í maí 2018. Íslandsdeild Amnesty International áskilur sér rétt til þess að gera breytingar á þessari síðu. Breytingar taka gildi frá þeim degi sem þær eru birtar á vefsíðunni. Vegna þessa hvetjum við alla til að skoða stefnuna reglulega.
HAFÐU SAMBAND
Endilega hafðu samband ef einhverjar spurningar vakna varðandi réttindi þín eða þú vilt nýta rétt þinn á þann hátt sem að framan greinir.
Netfang: amnesty@amnesty.is
Sími: 511-7900
KVARTANIR
Ef þú vilt leggja fram kvörtun um meðhöndlun persónuupplýsinga þinna skaltu hafa samband við okkur og skýra greinanlega frá umkvörtunarefni þínu. Við munum bregðast við kvörtun þinni eins fljótt og unnt er.
Ef þú ert ósátt/ur með vinnslu okkar á persónuupplýsingum hefur þú rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd, sbr. 2. mgr. 39. gr. pvl.
Netfang: www.personuvernd.is
Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík, Ísland
HÖFUNDARÉTTUR
Athugið að allt efni á síðunni er höfundavarið og beiðnir um að afrita efni skal senda á amnesty@amnesty.is.
Lög Íslandsdeildar Amnesty International
Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi 21. mars 2024
1. grein
Samtökin heita Íslandsdeild Amnesty International. Félagið starfar samkvæmt
lögum nr. 119/2019 um félög til almannaheilla sem starfa yfir landamæri.
2. grein
Heimili þeirra og varnarþing er í Reykjavík.
3. grein
Tilgangur Íslandsdeildar Amnesty International er að vinna að markmiðum
alþjóðasamtakanna Amnesty International svo sem þau eru fram sett í 1. og 2. gr.
samþykkta þeirra, en þar segir:
▪ Amnesty International stefnir að heimi þar sem sérhver einstaklingur fær notið allra
þeirra mannréttinda sem er að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og
öðrum alþjóðlegum mannréttindasamþykktum. Með það að markmiði mun Amnesty
International sinna rannsóknum og grípa til aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir og
binda enda á alvarleg brot gegn þessum réttindum.
▪ Amnesty International er samfélag manna um heim allan, sem standa vörð um
mannréttindi á grundvelli alþjóðlegrar einingar, virkra aðgerða í þágu einstakra
fórnarlamba, alþjóðlegrar starfsemi, algildis og órjúfanleika mannréttinda,
óhlutdrægni og sjálfstæðis, lýðræðis og gagnkvæmrar virðingar.
Grein þessi skal vera háð breytingum þeim, sem gerðar kunna að vera á samþykktum
alþjóðasamtakanna en jafnan skal kynna slíkar breytingar á aðalfundi. Að öðru leyti
verður grein þessari ekki breytt.
4. grein
Samtökin eru deild í alþjóðasamtökunum Amnesty International og skulu í stefnu
sinni og störfum fylgja markmiðum og starfsreglum þeirra og starfa í anda þeirra í
hvívetna.
5. grein
Íslandsdeild Amnesty International er óháð stjórnmála- og trúmálahreyfingum og
tekur ekki stjórnmálalega eða trúarlega afstöðu. Sama á við um starfshópa hennar og
einstaka félagsmenn, sem koma fram í nafni hennar. Félagsmenn deildarinnar skulu í
starfi sínu í hennar nafni eða á hennar vegum varast hlutdrægni og gæta heildarjafnvægis
í starfi sínu fyrir þá sem sæta mannréttindabrotum í hinum ýmsu ríkjum heims, óháð
stjórnmálaafstöðu þeirra eða þjóðskipulagi.
6. grein
Aðild að Íslandsdeild Amnesty International geta átt þeir einstaklingar sem styðja
markmið og starfsemi samtakanna. Félagar greiði tilskilið árgjald og hafi þeir ekki gert
það innan níu mánaða frá gjalddaga er Íslandsdeild Amnesty International heimilt að fella
nafn þeirra af félagaskrá. Félagar sem óska eftir að hætta fjárstuðningi við deildina falla
af félagaskrá samstundis nema að þeir óski sérstaklega eftir því að vera á félagaskrá.
Gjafir og styrktarfé skulu renna óskipt til að vinna að framgangi markmiða deildarinnar.
Stjórn deildarinnar hefur heimild til að víkja félagsmanni úr henni þyki hann brjóta lög
hennar. Þeirri ákvörðun stjórnar getur félagsmaður skotið til aðalfundar eða
aukaaðalfundar, sem tekur endanlega ákvörðun um brottvikningu. Einfaldur meirihluti
atkvæða ræður úrslitum í öllum málum nema annað sé tekið fram í lögum þessum.
7. grein
Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International getur sett á laggirnar sér til ráðgjafar
starfsnefndir eða ráðgjafahópa skipaða einstaklingum með sérþekkingu á tilteknum
málum, til að móta stefnu/afstöðu deildarinnar til einstakra mála. Ákveði stjórn að stofna
slíka starfseiningu ber stjórninni að setja henni sérstakar starfsreglur í samræmi við
markmið og tilgang Amnesty International. Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International
tekur endanlega ákvörðun um niðurstöður slíkra hópa að fengnum tillögum þeirra.
Deildin skal halda skrá yfir slíka hópa og skal hún vera tiltæk fyrir alþjóðaskrifstofuna og
félaga deildarinnar.
Hópar og félagsmenn skulu starfa samkvæmt lögum Amnesty International, vinnureglum
og fyrirmælum, sem heimsþing Amnesty International (GA Global Assembly) setur á
hverjum tíma, lögum Íslandsdeildarinnar og þeim reglum, sem aðalfundur setur
deildinni.
8. grein
Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International skal skipuð fimm mönnum og tveimur
til vara, kosnum til tveggja ára í senn á aðalfundi. Formaður skal kjörinn sérstaklega. Að
öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Að jafnaði skulu á hverjum aðalfundi kjörnir
tveir meðstjórnendur og einn varamaður.
Félagskjörnir skoðunarmenn skulu kjörnir á aðalfundi eftir sömu reglum. Endurkjör er
heimilt.
9. grein
Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International skal haldinn í marsmánuði ár
hvert. Stjórn deildarinnar skal boða til fundarins með 10 daga fyrirvara í fréttabréfi eða á
hliðstæðan hátt. Fundurinn fer með æðsta vald í málefnum deildarinnar, hefur með
höndum eftirlit með störfum stjórnar og markar deildinni stefnu í samræmi við lög
Amnesty International, ákvarðanir heimsþing (GA Global Assembly ) og laga þessara. Á
fundinum skulu tekin til afgreiðslu eftirtalin mál:
▪ Kosning fundarstjóra og fundarritara.
▪ Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár og starfsáætlun fyrir komandi ár lögð fram. Í
skýrslunni skal árangur nýliðins starfsárs borinn saman við starfsáætlun fyrir það
ár og skýringar gefnar á frávikum.
▪ Skýrsla stjórnar um fjárhag samtakanna og fjárhagsáætlun kynntar. Í skýrslunni
skal árangur nýliðins starfsárs borinn saman við fjárhagsáætlun fyrir það ár og
skýringar gefnar á frávikum.
▪ Ársreikningar deildarinnar fyrir nýliðið starfsár ásamt fjárhagsáætlun komandi
starfsárs lagt framt til samþykktar
▪ Kosning stjórnar og félagskjörinna skoðunarmanna.
a. Kosning formanns.
b. Kosning meðstjórnenda.
c. Kosning vararstjórnarfólks.
d. Kosning tveggja skoðunarmanna.
e. Niðurstaða kjörnefndar kynnt og fráfarandi stjórn leyst undan ábyrgð.
▪ Ákvörðun um upphæð árgjalds og afsláttar af því fyrir þá félaga sem eru virkir
þátttakendur í ungliðahreyfingu deildarinnar.
▪ Lagabreytingar.
▪ Önnur mál.
Aðalfundurinn er opinn öllum. Kjörgengi hafa allir sem náð hafa 18 ára aldri og aðhyllast
stefnu samtakanna. Nái aðili kjöri skal hann gerast félagi án tafar hafi hann ekki verið það
áður. Kosningarétt á aðalfundi hafa þeir einir, sem hafa, eigi síðar en 50 dögum fyrir
aðalfund, gerst félagar og lokið greiðslu árgjalds liðins starfsárs. Hver þeirra hefur eitt
atkvæði í atkvæðagreiðslum um mál á fundinum en skulu ekki taka þátt í afgreiðslu mála
sem þeir eru vanhæfir að fjalla um skv. vinnureglum deildarinnar um hagsmunaárekstra.
Falli atkvæði jafnt við atkvæðagreiðslu skulu atkvæði talin á ný og falli atkvæði þá enn
jöfn skal hlutkesti ráða. Séu niðurstöður atkvæðagreiðslu dregnar í efa skal aðalfundur
ráða.
Ætla skal nægan tíma fyrir umræður og til að gefa fundamönnum kost á að leggja
spurningar fyrir stjórn. Vinnist ekki tími til að svara öllum framkomnum spurningum skal
fundaritari skrá þær og stjórn sjá til þess að svör við þeim verði birt félagsmönnum á vef
samtakanna eins fljótt og verða má eftir aðalfundinn. Fundaritari skal skrá efnisatriði
umræðna og skulu þau nýtt eftir því sem kostur er til að bæta áætlanagerð og
stefnumörkun deildarinnar. Aukaaðalfund skal halda ef þess er krafist af þremur
stjórnarmönnum, fimmtíu félagsmönnum eða alþjóðlegu framkvæmdastjórninni (IB).
10. grein
Starfsár deildarinnar og reikningsár er almanaksárið. Ársreikningar skulu lagðir
fyrir endurskoðanda og skoðunarmenn eigi síðar en 10 dögum fyrir aðalfund.
11. grein
Formaður boðar til stjórnarfunda. Honum er skylt að halda stjórnarfund ef a.m.k.
tveir stjórnarmenn krefjast þess. Stjórnarfundur eru ályktunarhæfur þegar minnst þrír
stjórnarmenn sitja hann eða eru í símasambandi við þá sem sitja hann. Formenn
starfshópa og ungliðahreyfingar deildarinnar skulu sitja stjórnarfundi sem
áheyrnafulltrúar, þegar þeir eða stjórnin telur það æskilegt. Áheyrnafulltrúar hafa
málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðarétt.
12. grein
Stjórnin boðar til félagsfunda með dagskrá, þegar ástæða þykir til. Skylt er að halda
félagsfund, ef tveir stjórnarmenn eða tíu félagsmenn krefjast þess.
