Stöðvið afturförina í Afganistan

Hafin er ný bylgja mannréttindabrota í Afganistan. Í dag, um ári eftir að Talíbanar náðu völdum í landinu, er eyðileggingin að verða óafturkræf. 

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Talíbanar hafa ekki einungis brotið loforð um að verja réttindi fólksins í landinu, þá sér í lagi réttindi kvenna, heldur hafa þeir tekið upp fyrri stjórnarhætti þar sem ofbeldi og mannréttindabrot eru framin í algjöru refsileysi. Á einu ári hafa þeir á kerfisbundinn hátt lagt niður stofnanir sem vernduðu mannréttindi ásamt því að traðka á tjáningar- og fundafrelsinu og öðrum réttindum. Konur og stúlkur fá ekki lengur notið grunnréttinda. Þúsundir Afgana hafa verið handteknar að geðþótta, pyndaðar, sætt þvinguðum mannshvörfum og jafnvel verið drepnar. Fjölmiðlafólk, aðgerðasinnar, listafólk, háskólafólk og minnihlutahópar eru í mestri hættu. 

Mannréttindum er ógnað úr öllum áttum. Það verður að stöðva. 

Stattu með fólkinu í Afganistan og krefstu þess að það fái að lifa við frelsi og virðingu. 

Krefstu þess að Talíbanar virði og tryggi mannréttindi í landinu!