Styðjum hugrakka mannréttindafrömuði í Tyrklandi

Mannréttindafrömuðirnir níu sem handteknir
voru í Istanbúl fyrir rúmri viku og sitja í varðhaldi hafa allir lagt mikið á
vogaskálirnar í mannréttindabaráttunni.

Özlem Dalkıran er rithöfundur, þýðandi og mannréttindasinni. Hún
er stofnfélagi og fyrrum forstöðumaður fjölmiðlasamskipta hjá Tyrklandsdeild
Amnesty International en hún gegndi einnig starfi formanns deildarinnar í tvö
tímabil.„Ég er mjög stolt af því að vera hluti af okkar sterka
samfélagi mannréttindasinna. Ég met mikils þann baráttuhug sem á sér stað
innanlands og erlendis til stuðnings okkur sem sitjum í varðhaldi og annarra
mannréttindafrömuða. Ég hef aldrei áður fundið fyrir eins sterkri
fjölskyldutengingu og nú. Ég er svo ánægð yfir því að þið séuð til, að við öll
séum til.“Istanbúl, 8. júlí,
2017Nalan Erkem er lögfræðingur sem hefur unnið ötullega að málum tengdum vernd gegn
pyndingum, ofbeldi í unglingafangelsum og ofbeldi gegn konum.Muhammed
Şeyhmus Özbekli er nýútskrifaður lögfræðingur
sem hefur verið virkur í mannréttindabaráttunni síðastliðin fjögur ár. Hann
hefur unnið með hinum ýmsu mannréttindasamtökum og starfar einnig í mannréttindateymi
Lögmannafélags Diyarbakırborgar.

.
İlknur Üstün er aðgerðasinni. Hún er virk í starfi ýmissa kvennasamtaka og er núverandi framkvæmdastjóri kvennasamtakanna Ankara KADER. Þá stundar hún rannsóknir í kynjafræði og stjórnmálum og tekur þátt í ýmsum skrifum í fræðasamfélaginu í Tyrklandi.„Allt mitt líf hef ég tekið þátt í jafnréttis- og frelsisbaráttu kvenna og hef mikla trú á réttlætiskennd samferðarmanna minna í þessu ferðalagi. Enn og aftur sé ég mikilvægi og nauðsyn þessarar baráttu. Við erum ekki fá, við erum ekki lítil. Ég mun stolt halda áfram þangað til jafnrétti og kvenfrelsi er náð og þegar réttlæti fyrir alla hefur náðst.“Istanbúl, 8. júlí, 2017 Nejat Taştan er aðgerðasinni sem hefur barist fyrir mannréttindum síðan 1986 og situr
í stjórn mannréttindasamtakanna Human
Rights Association. Hann hefur mikla reynslu í mannréttindamálum og hefur
sérfræðiþekkingu á réttindamálum er varða kynþætti og þjóðaruppruna, trúfrelsi,
fatlaða, réttinn til funda- og félagafrelsis og réttinn á sanngjörnum
réttarhöldum.Günal Kurşun er fræðimaður og lögfræðingur. Hann er einn þeirra fjölmörgu sem sagt var
upp störfum í kjölfar valdaránstilraunarinnar í Tyrklandi í fyrra en hann
starfaði sem lektor við lagadeild Başkent háskóla í Ankara. Hann
er aðgerðasinni og starfar með Tyrklandsdeild Amnesty International og er
félagi í mannréttindasamtökunum Human
Rights Agenda Association.„Það að helstu mannréttindafrömuðir séu hnepptir í varðhald byggt á
fráleitum ásökunum og að fólk sem hefur helgað líf sitt baráttu gegn ofbeldi sé
sakað um að vera meðlimir í ‚vopnuðum hryðjuverkasamtökum‘ gerist aðeins í
Tyrklandi. Okkur líður öllum vel en við þurfum á stuðningi ykkar að halda.“Istanbúl, 9. júlí,
2017

Idil Eser er aðgerðasinni og
sjálfstætt starfandi þýðandi sem hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra
Tyrklandsdeildar Amnesty International síðan 2016. Í gegnum tíðina hefur hún gegnt
ýmsum stjórnunarstöðum í frjálsum félagasamtökum í landinu.„Við verðskuldum að búa í friðsömum og fallegum heimi. Að vera hluti af
mannréttindabaráttunni er stórkostleg tilfinning. Samstaða að eilífu!“

Veli Acu hefur stundað nám
í stjórnmálafræði og opinberri stjórnsýslu og stundar nú nám í enskum
bókmenntum við Gaziantep háskóla. Hann hefur verið félagi í Amnesty
International síðan 2010. Hann hefur fræðilegan áhuga á mannréttindum,
þjóðernisstefnu, stjórnmálakenningum og borgaralegu samfélagi og hefur gegnt
störfum sem sérfræðingur í hinum ýmsu borgaralegu samtökum.„Þökk sé þessu varðhaldi og þessum tilhæfulausu ásökunum gegn mér og
hinum mannréttindafrömuðunum sé ég hversu réttmæt og nauðsynleg barátta okkar
er. Mannréttindi fyrir alla núna, án mismununar!“Istanbúl, 9. júlí,
2017

Ali Gharavi er íranskættaður Svíi sem er ráðgjafi í upplýsingatækni, rithöfundur og leikskáld. Hann hefur starfað fyrir ýmis frjáls félagasamtök að vitundarvakningu um verndun einkalífs og öryggi á internetinu ásamt því að vinna að úrræðum til að auðvelda mannréttindafrömuðum vinnu við stafræna stefnumótun og öryggi.„Við trúum staðfastlega á friðsamleg mótmæli og vinnum einungis með samtökum sem starfa innan lagaramma sinna landa.“Istanbúl, 8. júlí, 2017

Peter Steudtner er þýskur þjálfari, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Hann hefur starfað bæði í heimalandi sínu og Mósambík með frjálsum félagasamtökum að mannréttindamálum og hefur einbeitt sér að fræðum og tækni tengdum átakastjórnun, gegn mismunun og úrvinnslu áfalla og streitu í átökum. Þá hefur hann gert nokkrar heimildamyndir um landnám, þróun landbúnaðarmála og deilum tengdum umhverfis- og mannréttindamálum í Mósambík.„Stuðningur við mannréttindafrömuði og samtök þeirra er ekki glæpur heldur réttur okkar allra.“                                                                        Istanbúl, 8. Júlí, 2017