Erfðagjöf
Hægt er að arfleiða hluta eigna sinna til Íslandsdeildar Amnesty International.
Erfðagjöf styrkir starfið okkar. Hægt er að leggja fram ósk um að arfur fari í ákveðin verkefni, verkefni tengd ákveðnum málaflokkum eða til almenns starfs Íslandsdeildarinnar.
Erfðagjafir til Íslandsdeildar Amnesty International eru undanþegnar erfðafjárskatti og eru tilteknar í erfðaskrám. Þú getur leitað til eigin lögfræðings eða fengið lögfræðiaðstoð hjá Íslandsdeildinni þér að kostnaðarlausu.
Sendu póst á netfangið amnesty@amnesty.is til að fá meiri upplýsingar um erfðagjöf eða hringdu á skrifstofu Íslandsdeildar Amnesty International í síma 5117900.
