Réttlætis- og jafnræðishreyfingin (The Justice and Equality Movement) og súdanska ríkisstjórnin eru sögð hafa komist að samkomulagi þann 16. febrúar sem ryður brautina fyrir friðarviðræðum um Darfúr.
Réttlætis- og jafnræðishreyfingin (The Justice and Equality Movement) og súdanska ríkisstjórnin eru sögð hafa komist að samkomulagi þann 16. febrúar sem ryður brautina fyrir friðarviðræðum um Darfúr.
Amnesty International vonar að samkomulagið, ef satt reynist, marki vatnaskil um ástand mannréttinda í Darfúr. En samtökin krefjast aðgerða, ekki orða, til að binda enda á þjáningar milljóna íbúa Darfúr.
Hernaður stríðsaðila í átökunum síðustu sex ár hefur kostað yfir 300.000 manns lífið og neytt yfir 2.2 milljónir til að flýja heimili sín. Amnesty International hefur ítrekað hvatt stríðsaðila til að hætta árásum á óbreytta borgara.
Flóttafólk í Darfúr sækir vatn
Friðargæsluliðar SÞ hafa nú verið staðsettir í Darfúr í meira en ár, en öryggi almennings þar hefur ekki skánað.
Ný skýrsla Amnesty International afhjúpar þá neyð sem íbúar Darfúr búa enn við. Í skýrslunni er kallað eftir því að sveitum SÞ og Afríkusambandsins, sem fara sameiginlega með friðargæslu, verði fenginn nægilegur mannafli og búnaður, þar á meðal þyrlur, til að uppfylla hlutverk sitt.
Þrátt fyrir samkomulagið verður alþjóðasamfélagið að efla mjög viðleitni sína til að vernda íbúa Darfúr.
Loforð, sem gefin voru um að friðargæsluliðið myndi vernda almenning í Darfúr, hafa reynst innantóm; friðargæsluliðið er vanbúið og árásir og dráp á óbreyttum borgurum halda áfram.
Konum er enn nauðgað og þær sæta öðru kynferðislegu ofbeldi. Öryggisleysi íbúa er mikið og gerendum er ekki refsað.
Nýleg átök í Muhajeriya eru þau síðustu í röð átaka milli herafla Súdanstjórnar og vopnaðra andstöðuhópa, sem hafa leitt til þess að þúsundir hafa mátt flýja heimili sín og tugir látist.
Amnesty International hefur hvatt öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að tryggja að friðargæsluliðið í Darfúr fái þau nauðsynlegu gögn sem lofað var þegar það tók við stjórn friðargæslu af Afríkusambandinu í lok 2007.
Orð nægja ekki. Ekki má láta við það sitja að harma ofbeldið í Darfúr og senda síðan vanbúið friðargæslulið á vettvang. Það verður að geta varið sig og almenning í Darfúr. Algerlega óásættanlegt er að íbúar séu enn í hættu ári eftir að friðargæslulið SÞ tók við.
Amnesty International hefur hvatt ríki sem lofuðu herliði og öðrum nauðsynlegum liðsafla til að tryggja að hann hljóti nauðsynlega þjálfun og sé sendur eins fljótt og verða má til Darfúr. Samtökin hafa einnig hvatt alþjóðasamfélagið, sérstaklega þau ríki sem eru sérstök stuðningsríki friðargæsluliðsins á staðnum, það er Kína, Suður-Afríku og Egyptaland, til að beita áhrifum sínum og tryggja að friðargæsluliðið fái nú þegar þann vopnabúnað sem það þarf svo mjög á að halda.
Bandaríkin, Rússland, Japan, Ástralía, Egyptaland, Suður-Afríka og Evrópusambandsríkin, meðal annarra, hafa verið hvött til að lofa þyrlum og öðrum nauðsynlegum vopnabúnaði til friðargæsluliðsins.
LESTU MEIRA
Sudan: Empty Promises on Darfur: International community fails to deliver
