Súdan: Stöðvum árásir á mótmælendur

Súdanska hersveitin sem nefnist „Rapid Support Forces“ hefur ráðist á og myrt friðsama mótmælendur. Súdanskir borgarar hafa stofnað lífi sínu og öryggi í hættu við að krefjast umbóta í landinu. Mótmælendur hafa barist fyrir breytingum og kallað eftir frelsi, friði og réttlæti og í apríl síðastliðinn var forseta landsins, Omar al-Bashir, komið frá völdum.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér!

Súdanskir borgarar höfðu þó lítinn tíma til að fagna. Hersveitin, sem hefur verið bendluð við alvarleg mannréttindabrot í Darfur, leiðir nú hrottalega herferð gegn friðsamlegum mótmælendum sem krefjast borgaralegrar stjórnarhátta.

Greint hefur verið frá því að her- og öryggissveitir hafi notað skotvopn gegn friðsömum mótmælendum síðan í byrjun mánaðarins. Lík hafa fundist í ánni Níl og skýr merki eru um að lokað hafi verið fyrir internetið og samfélagsmiðla.

Súdan hefur nú þegar verið vísað úr Afríkusambandinu og forsætisráðherra Eþíópíu hitti herforingjastjórnina (e. The Transitional Military Council) þann 7. júní 2019. Með nægjanlegum þrýstingi getum við tryggt að raddir fólksins í Súdan heyrist.

Krefjumst þess að forsætisráðherra Eþíópíu, Abiy Ahmed, þrýsti á herforingjastjórnina að koma í veg fyrir að hersveitin taki þátt í löggæslu í Súdan, sérstaklega í Kartúm, og einbeiti sér heldur að tryggja öryggi borgaranna.

Stöndum með fólkinu í Súdan! #WeAreAllSudan #EncampRSF.