Suður-Súdan: Gagnrýnandi stjórnvalda í haldi án samskipta við umheiminn

Morris Mabior Awikjok Bak, gagnrýnandi stjórnvalda í Suður-Súdan, var handtekinn að geðþótta þann 4. febrúar sl. í Naíróbí, höfuðborg Kenýa, þar sem hann býr.

Talið er að hann hafi sætt brottvísun til Juba í Suður-Súdan og sé nú í haldi hjá þjóðaröryggissveitinni án allra samskipta við umheiminn, þar á meðal við lögfræðing sinn og fjölskyldu.  

SMS-félagar krefjast þess að suður-súdönsk yfirvöld greini frá og upplýsi um staðsetningu og stöðu Morris Mabior Awikjok Bak ásamt því að tryggja að hann hafi greiðan aðgang að fjölskyldu sinni, lögfræðingi og lækni. Hann skal umsvifalaus leystur úr haldi nema að hann verði ákærður fyrir alþjóðlega viðurkenndan glæp.