Sýnið krabbameinssjúkum manni vægð!

Herman Wallace er 71 árs gamall fangi með lifrarkrabbamein. Honum hefur verið haldið í einangrun í meira en fjóra áratugi. 

Herman Wallace

Herman Wallace er 71 árs gamall fangi með lifrarkrabbamein. Honum hefur verið haldið í einangrun í meira en fjóra áratugi. Skrifaðu undir og þrýstu á yfirvöld að leysa Herman úr haldi!

Sjá: http://www.netakall.is/adgerdir/synid-vaegd/

Hver er Herman Wallace?

Herman hefur afplánað 41 ár fyrir glæp sem hann segist ekki hafa framið. Honum hefur verið haldið í einangrun nær allan tímann.

Árið 1972 var hann dæmdur fyrir að myrða fangavörð. Engin áþreifanleg sönnunargögn tengja Herman við glæpinn. Síðar kom í ljós að aðalvitninu í málinu var mútað og yfirvöld leyndu sönnunargögnum sem leiddu í ljós vafasaman vitnisburð annars vitnis. Á sama tíma dró þriðja vitnið framburð sinn til baka.

Þrátt fyrir góða hegðun í fangelsinu dvaldi Herman 41 ár í einangrun, en slík meðferð telst grimmileg, ómannúðleg og vanvirðandi og stríðir gegn alþjóðalögum. Herman Wallace var fluttur á sjúkrahús úr fangaklefa sínum í Louisiana þann 14. júní. Skömmu síðar greindist hann með banvænt lifrarkrabbamein.

Við þurfum á þinni undirskrift að halda!

Þrýstu á ríkisstjóra Louisiana að sleppa Herman á grundvelli mannúðarsjónarmiða svo að hann geti notið síðustu augnablikanna með fjölskyldu sinni, fjarri einangrunarklefanum!

Meira:

Herman Wallace er einn þriggja blökkumanna sem hafa samtals dvalið um 100 ár í einangrun í Angola-fangelsinu í Louisiana. Hópurinn er þekktur fyrir að vekja athygli á kynþáttamismunun og spillingu innan refsikerfisins í Louisiana.

Herman hefur varið mestum hluta lífs síns í einangrun í 6m² fangaklefa. Gögn málsins gefa til kynna að sakfellingin og ákvörðun fangelsisyfirvalda um einangrun tengist pólitískum aðgerðum Herman gegn kynþáttamismunun í refsikerfi Louisiana.

Af hverju þarf að sleppa honum undir eins?

Herman er enn í fangelsi og áður en hann greindist með krabbamein hafði hann verið í lyfjameðferð við magasvepp. Hann hefur tapað þyngd á undanförnum mánuðum og geðheilsu hans hefur hrakað.