Tæland: Baráttukonur í haldi

Yfirvöld í Tælandi þagga ítrekað niður í friðsömum mótmælendum. Hundruð einstaklinga hafa verið handteknir.

Á meðal þeirra eru tvær baráttukonur sem hafa verið í hungurverkfalli og afþakkað vökva að mestu leyti  síðan um miðjan janúar 2023 í mótmælasskyni við neitun um lausn gegn tryggingu. Óttast er um heilsu þeirra.

Þær, ásamt öðrum mótmælendum, eru í haldi að geðþótta  fyrir það eitt að nýta rétt sinn til að mótmæla friðsamlega.  

SMS-félagar kalla eftir því að baráttukonurnar tvær og aðrir friðsamir mótmælendur sem eru í haldi fyrir það eitt að tjá sig friðsamlega verði umsvifalaust leyst úr haldi og ákærur felldar niður.

Einnig er þess krafist að baráttukonurnar í hungurverkfalli séu verndaðar gegn pyndingum og annarri illri meðferð og fái aðgang að fullnægjandi heilbrigðisþjónustu.