Taktu þátt í rannsókn Amnesty International

Í byrjun júní ætla aðalstöðvar Amnesty International í Bretlandi að standa að rannsókn á Íslandi á stöðu mannréttinda einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, þ.e. hormónastarfsemi, kynkirtla, kynlitninga, kyn- og æxlunarfæri eða kynþroska sem er með einhverju móti öðruvísi en hjá flestum. 

Í byrjun júní ætla aðalstöðvar Amnesty International í Bretlandi að standa að rannsókn á Íslandi á stöðu mannréttinda einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni svo sem complete eða
partial androgen insensitivity syndrome, Turner syndrome, Litingaþrístæðu (td.
XXX, XXY eða XYY), Congenital adrenal hyperplasia, Kleinfelter syndrome, 5
alpha reductase deficiency, MRKH, mosaic gerð litninga, Swyer syndrome, gonadal
dysgenisis, Hypospadias, Aphallia, Epispadias, Late onset adrenal hyperplasia,
eða önnur ódæmigerð kyneinkenni. Einnig er leitað eftir foreldrum eða
fjölskyludmeðlimum sem þekkja til slíkrar reynslu.Ef þú hefur áhuga á að ræða um reynslu þína við Amnesty International eða hefur einhverjar spurningar um rannsóknina, vinsamlegast hafðu samband á netfangið rannsokn@amnesty.is. Fullum trúnaði og nafnleynd er heitið.