Aðgerðastarf

Skráðu þig í ungliðahreyfinguna

Ungliðahreyfing Íslandsdeildar Amnesty International er félagsskapur eingöngu fyrir ungt fólk á aldrinum 14-25 ára.

Ungliðahreyfingin er opin öllum áhugasömum ungmennum sem vilja taka þátt í að skipuleggja viðburði og aðgerðir í þágu mannréttinda.

Með þátttöku í ungliðahreyfingunni gefst ungu fólki tækifæri til að láta gott af sér leiða, valdeflast, taka þátt í alþjóðlegu mannréttindastarfi bæði innanlands og erlendis og fá þjálfun í viðburðastjórnun.

Markmið ungliðahreyfingarinnar er:

  • Að vekja athygli á mannréttindum
  • Að skipuleggja viðburði og aðgerðir
  • Að halda jafningjafræðslu
  • Að taka þátt í alþjóðastarfi Amnesty International
  • Að vera vettvangur fyrir ungmenni til að afla sér reynslu og þekkingu

Skráðu þig í hóp aðgerðasinna

Viltu gera heiminn að betri stað?

Aðgerðasinnar (e. activists) berjast fyrir samfélagslegum breytingum.

Aðgerðasinnar Amnesty International taka þátt í að safna undirskriftum til stuðnings þolenda mannréttindabrota, skipuleggja aðgerðir til að vekja athygli á mannréttindabaráttu og auka þekkingu fólks á mannréttindum með þátttöku í skipulögðum viðburðum og fræðslu. 

Hópur aðgerðasinna er fyrir alla aldurshópa og er aðskilinn frá ungliðahreyfingunni.

Skráðu þig í hóp aðgerðasinna Amnesty International til að berjast fyrir því að mannréttindi séu virt um heim allan.