Þekktur egypskur ritstjóri náðaður

Hosni Mubarak forseti Egyptalands hefur náðað Ibrahim Eissa, ritstjóra egypska dagblaðsins Al-Dustour. Eissa var ákærður fyrir að birta upplýsingar sem stjórnvöld telja „skaðleg almannahagsmunum og stöðugleika í Egyptalandi“.

Ibrahim Eissa

Hosni Mubarak forseti Egyptalands hefur náðað Ibrahim Eissa, ritstjóra egypska dagblaðsins Al-Dustour. Eissa var ákærður fyrir að birta upplýsingar sem stjórnvöld telja „skaðleg almannahagsmunum og stöðugleika í Egyptalandi“.

Áfrýjunarréttur mildaði dóm undirréttar yfir Ibrahim Eissa þann 28. september 2008 úr sex mánaða fangelsi í tvo mánuði. Í framhaldi þess var hann frjáls ferða sinna en beið niðurstöðu æðra áfrýjunarstigs. Hann var náðaður þann 6. október, á degi hersins í Egyptalandi.

Ibrahim Eissa birti greinar í Al-Dustour þar sem sagt var frá því að heilsa Mubarak forseta hefði versnað. Yfirvöld fullyrtu að greinarnar væru ósannar og hefðu gert að verkum að erlendir fjárfestar hættu við fjárfestingar upp á 350 milljón bandaríkjadollara og skaðað þannig efnahag landsins.

Amnesty International fagnar því að Ibrahim Eissa hafi verið náðaður og ítrekar ákall sitt til egypskra stjórnvalda um að breyta umdeildum fjölmiðlalögum sem gera eðlilega fjölmiðlaumfjöllun að refsiverðu athæfi og hætta að styðjast við lög um ærumeiðingar til að ofsækja fjölmiðlafólk og varna umfjöllun þeirra um mál er varða almannahagsmuni.

LESTU MEIRA

Two month sentence for prominent Egyptian editor (Frétt á alþjóðasíðunni, 29 september)