Þann 20. október 2008 var Sameinuðu þjóðunum afhentur listi með kröfu 2.000 þingmanna frá 124 löndum, þar á meðal 25% þingmanna Alþingis Íslendinga, um að hleypt yrði lífi í viðræður um áhrifaríkan vopnaviðskiptasamning til að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir gróf mannréttindabrot og upplausn samfélaga.
Þann 20. október 2008 var Sameinuðu þjóðunum afhentur listi með kröfu 2.000 þingmanna frá 124 löndum, þar á meðal 25% þingmanna Alþingis Íslendinga, um að hleypt yrði lífi í viðræður um áhrifaríkan vopnaviðskiptasamning til að bjarga mannslífum og koma í veg fyrir gróf mannréttindabrot og upplausn samfélaga.
Yfir 1.000 manns látast daglega af völdum skotvopna. Þingmennirnir sem skrifuðu undir hafa sýnt stuðning sinn við vopnaviðskiptasáttmála og verða undirskriftir þeirra afhentar formanni nefndar SÞ um afvopnun og alþjóðaöryggi, Marco Antonio Suazo Fernández sendiherra frá Hondúras, á fundi í SÞ.
Síðar í mánuðinum mun SÞ halda mikilvæga atkvæðagreiðslu um hvort halda á áfram að þróa samning sem herðir reglur um alþjóðleg vopnaviðskipti og sérstaklega hvernig á að binda enda á flutning vopna sem nota á til að brjóta alþjóðleg mannréttinda- og mannúðarlög.
