Þú breyttir lífum á 50 vegu árið 2015

Árið 2015 þrýstu stuðningsaðilar eins og þú á þá sem taka ákvarðanir um að koma breytingum til leiðar í heiminum.

Árið 2015 þrýstu stuðningsaðilar eins og þú á þá sem taka ákvarðanir um að koma breytingum til leiðar í heiminum.

Þú hjálpaðir við að leysa úr haldi fréttamenn og aðgerðarsinna. Þú hjálpaðir til við að breyta óréttlátum lögum og við að bæta þolendum mannréttindabrota sem framin eru af fyrirtækjum. Breyta óréttlátum lögum. Bæta þolendum mannréttindabrota sem framin eru af fyrirtækum. Veita þolendum pyndinga viðurkenningu og svo margt fleira.

Stuðningur þinn er mikilvægur nú þegar stjórnvöld halda áfram að berjast gegn tjáningarfrelsinu og andófi.

Listinn hér að neðan gefur þér aðeins innsýn í þær fjölmörgu árangurssögur og gleðifréttir sem þú hjálpaðir við að gera að veruleika árið 2015. Takk fyrir allan þinn stuðning – saman stöndum við vörð um réttindi fólks sem hættir öllu til þess að láta rödd sína heyrast.

1. Nígería: Shell greiddi út bætur vegna olíumengunar í Delta í Níger

Í janúar, eftir marga ára þrýsting frá Amnesty International og stuðningsfólki þeirra, tilkynnti dótturfélag Shell í Nígeríu um 55 milljón punda samkomulag um bótagreiðslur. Samkomulagið náði til 15.600 bænda og fiskimanna í Bodo í Nígeríu en líf þeirra hafði verið lagt í rúst í stórum olíulekum af völdum Shell árin 2008 og 2009.

2. Mjanmar: Aðgerðasinninn Dr. Tun Aung laus úr fangelsi

Eftir rúmlega tveggja ára þrýsting og bréfaskrif frá stuðningsfólki Amnesty International, var aðgerðasinninn Dr. Tun Aung laus úr fangelsi. Hann var dæmur í allt að 17 ára fangelsi vegna upplognum ákærum. Samkvæmt bréfi frá Mannréttindanefnd Mjanmar þá leiddu bréf frá félögum Amnesty International til þess að mál Dr. Tun Aung var skoðað nánar.

3. El Salvador: Guadalupe sem setið hafði í fangelsi vegna fósturláts var sleppt úr haldi

Carmen Guadalupe Vasquez var náðuð og leyst úr fangelsi í febrúar. Hún var dæmd í 30 ára fangelsi árið 2007 í kjölfar upploginna ákæru um morð eftir að hafa misst fóstur þegar hún var 18 ára. Hún var grunuð um að hafa farið í fóstureyðingu sem er með öllu bönnuð í El Salvador.

4. Hong Kong: Atvinnurekandi fundinn sekur um illa meðferð

Í febrúar var atvinnurekandi í Hong Kong fundinn sekur um sérstaklega slæma meðferð á farandverkakonunum Erwiana Sulistyaningsih og Tutik Lestari Ningsih. Þetta ætti að vekja stjórnvöld til vitundar um að stöðva hina útbreiddu þrælkunarvinnu sem tugþúsundir kvenna eru neyddar í.

© Reuben Steains.

5. Mexíkó: Ákærur látnar niður falla gegn þolanda pyndinga

Síðustu ákærurnar gegn Claudia Medina, konu frá Mexíkó sem var pynduð og neydd til að gefa falska játningu árið 2012, voru látnar niður falla. Stuðningsfélagar Amnesty International börðust fyrir máli hennar í herferðinni stöðvum pyndingar.

6. Þrjú lönd afnámu dauðarefsinguna á þremur mánuðum

Í janúar afnam Madagaskar dauðarefsinguna að fullu. Fídjíeyjar fylgdu svo í kjölfarið í febrúar. Í lok mars afnam Suður-ameríska ríkið Súrínam dauðarefsinguna úr lögum.

7. Tógó: Pyndingar urðu glæpur

Í mars urðu pyndingar glæpur í Tógó. Þessi frábæra yfirlýsing kom 26 árum eftir að Vestur-Afríku landið skrifaði fyrst undir samning Sameinuðu Þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.

8.Mexíkó: Þolanda pyndinga sleppt

Mexíkó hefur loksins sleppt Alfonso Martín del Campo Dodd úr fangelsi, sem setið hafði á bak við lás og slá í 23 ár vegna játningar sem fengin var fram með pyndingum. Amnesty International hefur bent á mörg mál þar sem að dómarar halda áfram að samþykkja vitnisburði sem knúnir eru fram með pyndingum.

9. Joan Baez og Ai Weiwei urðu velgjörðasendiherrar

Margrómaði þjóðlagasöngkonan Joan Baez og heimþekkti listamaðurinn Ai Weiwie, bæði ötullir aðgerðasinnar,voru saman handhafar verðlauna Amnesty International fyrir velgjörðasendiherra í mars 2015. Verðlaunin er veitt þeim sem hafa sýnt framúrskarandi forystu í baráttunni fyrir mannréttindum.

10. Indland: Aðgerðasinnar leystir úr haldi fyrir að hafa undir höndum bókmenntir maóista

Mannréttindafrömuðurnir Jaison C Cooper og Thushar Nirmal Sarathy, sem voru handteknir fyrir að hafa undir höndum bókmenntir sem væri hliðhollar maóistum, voru leystir úr haldi í mars gegn tryggingu. Þúsundir stuðningsfélaga Amnesty International í Indlandi studdu herferðina um að fá þá lausa úr haldi.

11. Aserbaídsjan: Tveir samviskufangar leystir úr haldi

Bashir Suleymanli og Orkhan Eyyubzade, báðir opinskáir gagnrýnendur forseta Aserbaídsjan Ilham Aliyev, var sleppt úr haldi í mars þegar forsetinn náðaði þá. Amnesty International barðist fyrir lausn þeirra auk 20 annarra samviskufanga.

12. Filippseyjar: Við sáum til þess að pyndingarmál Jerryme yrði rannsakað

Lögreglan á Filippseyjum tilkynnti að bréf frá „mannrétttindasamtökum“ hefði orðið til þess að rannsókn myndi fara fram á hræðilegum pyndingum sem Jerryme Corre varð fyrir þar sem að honum var veitt rafstuð, hann kýldur og hótað lífláti. Þúsundir stuðningsmanna Amnesty létu sig mál Jerryme varða og skrifuðu undir mál hans í Bréfamaraþoninu 2014.

13. Indland: sigur fyrir tjáningarfrelsið India

Í mars afnam hæstiréttur Indlands lög um tjáningarfrelsi á internetinu sem beitt hafði verið til að lögsækja fólk, þar á meðal aðgerðasinna og gagnrýnendur stjórnvalda. Niðurstaðan skiptir sköpum fyrir tjáningarfrelsi á Indlandi.

14. Noregur: Söguleg tímamót í réttindibaráttu transfólks

Í apríl gáfu stjórnvöld í Noregi fyrirheit um breytingar á lögum fyrir fólk sem vill fá lagalega viðurkenningu á kyni sínu. Þessi breyting kom í kjölfar máls John Jeanette Solstad Remø, transkonu sem fékk ekki lagalega viðurkenningu á kyni sínu án þess ljúka kynleiðréttingarferlinu að fullu.

15. Kína: Við töluðum fyrir máli #FreeTheFive

Kínversk yfirvöld leystu fimm konur úr haldi 13. apríl eftir alþjóðlega herferð fyrir frelsi þeirra. Amnesty bjó til „hashtagið“ #FreeTheFive fljótlega eftir að konurnar, Wei Tingtin, Wang Man, Wu Rongrong, Li Tingting og Zheng Churan voru handteknar 7. mars. Hver var „glæpur“ þeirra?  Að skipuleggja herferð gegn kynferðislegri áreitni á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.

16. Kambódía: Tíu kvenkyns mannréttindasinnar leystir úr haldi

Tíu baráttukonur sem börðust fyrir rétti til húsnæðis í Kambódíu voru leystar úr haldi og gefin konungleg sakaruppgjöf. Níu af konunum eru frá Boung-Kak vatnasamfélaginu þar sem að 3500 heimili hafa sætt þvinguðum brottflutningi frá ágúst 2008.

17. Kína: Dauðrefsingu Li Yan breytt í fangelsisvist

Í apríl breyttu yfirvöld í Kína dauðadómi yfir Li Yan, sem drap ofbeldisfullan eiginmann sinn eftir að hafa þolað heimilisofbeldi í 8 mánuði. Dauðadómnum verður væntanlega breytt í fangelsisvist eftir tveggja ára góða hegðun.

18. Bandaríkin: Straumhvörf í fjöldaeftirliti á net- og símanotkun

Fjöldaeftirlit bandarískra stjórnvalda með samskiptum einstaklinga varð fyrir bakslagi þann 7. maí þegar áfrýjunarréttur kvað upp úrskurð um að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (NSA) væri óheimilt að safna og geyma símaupptökur almennings/þegna/einstaklinga. Meira en 100.000 manns skrifuðu undir herferðina #UnfollowMe sem var ákall um alþjóðlega andstöðu gegn geðþóttaeftirliti Bandaríkjanna á net og símanoktun.

19. Bandaríkin: Omar Khadr leystur úr haldi.

Í maí var Omar Khadr leystur úr haldi eftir að hafa eytt 12 árum í fangelsi, að mestum hluta í hinu alræmda bandaríska Gvantanamófangelsi. Omar var aðeins 15 ára þegar hersveit Bandaríkjanna handtók hann í Afganistan árið 2002. Stuðningsfólk Amnesty víða um heim hafa barist fyrir lausn hans frá upphafi.

20. Þrjár systur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum leystar úr haldi eftir að við beindum kastljósi að máli þeirra

Asma, Mariam og Alyazia al-Suwaidi voru leystar úr leynilegu varðhaldi 15. maí eftir alþjóðleg mótmæli á samfélagsmiðlum. Eftir að systurnar tístuðu á Twitter um óréttlát réttarhöld bróður þeirra voru þær yfirheyrðar af lögreglu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í febrúar og hurfu í þrjá mánuði.

21. Jafnrétti til hjónabands samþykkt á Írlandi

Í maí varð Írland fyrsta landið í heiminum til að leggja lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta sendir skilaboð til hinsegin fólks alls staðar í heiminum um að þau, þeirra sambönd og fjölskyldur skipta máli“ sagði framkvæmdarstjóri Amnesty International á Írlandi, Colm O‘Gorman.

22. Nígería: Þolandi pyndinga náðaður

Þann 28. maí var nígeríski pilturinn Moses Akatugba, sem var fangi á dauðadeild náðaður, eftir næstum 10 ára fangelsisvist. Hann hafði verið pyndaður til játninga á glæpum sem hann framdi aldrei. Meira en 800.000 bréf frá aðgerðasinnum víða um heim bárust þar sem að réttlætis var krafist.

23. Bandaríkin: Chicago samþykkir að greiða bætur til fórnarlamba pyndinga

Borgarráð Chicagoborgar féllst loks á að greiða einstaklingum sem sættu pyndingum vegna kynþáttar af hendi lögreglumanna bætur.  Þetta fylgdi í kjölfar baráttu stuðningsmanna Amnesty og samstarfsaðila.

24. Ítalía: Við komum að tímamótasigri á Ítalíu fyrir Róma-fólk

Ítalskur dómstóll úrskurðaði í maí að það hefði verið ólöglegt að flytja Róma-fjölskyldur í aðskilið hverfi eftir uppruna, í útjaðri Rómar. Þessi tímamótaúrskurður fylgdi í kjölfar áralangrar herferðar Amnesty og annarra um að stöðva þvingaða brottflutninga, aðskilnað og mismunun gegn Róma-fólki á Ítalíu.

25.  Bandaríkin: Við fögnuðum sögulegum úrskurði í Bandaríkjunum

#LoveWins varð alþjóðlegt „hashtag“ þann 26. júní eftir sögulegan úrskurð hæstaréttar Bandaríkjanna sem staðfesti réttindi samkynhneigðra til hjónabands. „Þessi gleðidagur er ekki aðeins sigur fyrir pör af sama kyni í ástríku og traustu sambandi heldur fyrir alla sem aðhyllast mannréttindi og jafnrétti fyrir alla,“ sagði Steven W. Hawkins, framkvæmdastjóri Amnesty International í Bandaríkjunum.

26. Við áttum þátt í frelsun tveggja menn í Svasílandi

Bhekitemba Makhubu og Thulani Maseko voru loks leystir úr haldi í Svasílandi þann 30. júní eftir 15 mánuða fangelsisdvöl. Þeir voru sakfelldir fyrir að birta greinar sem drógu hlutleysi og heilindi dómsvaldsins í Svasílandi í efa.

27.  Tsjad: Aðgerðasinni leystur úr haldi

Í júlí var aðgerðarsinnanum, Djeralar Miankeol, sem berjast fyrir rétti til lands sleppt úr fangelsi í Tsjad eftir að ákærur gegn honum voru látnar niður falla. Áfrýjunarréttur snéri við fyrri dómsúrskurði sem dæmdi hann sekan um að móðga dómskerfið, eftir að hann hafði verið spurður um hæfni starfsmanna dómsstóla í útvarpsviðtali.

28.  Mjanmar: samviskuföngum sleppt

Að minnsta kosti 11 samviskuföngum, þar á meðal fréttamönnum, friðsælum mótmælendum og samfélagsleiðtogum úr röðum kúgaða múslimska minnihlutans Rohingva- var sleppt úr fangelsi í kjölfar fjölda náðunar á Mjanmar. Amnesty International kallaði eftir því að stjórnvöld myndu hreinsa fangelsin af baráttufólki fyrir mannréttindum sem sæti enn á bak við lás og slá.

29. Sýrland: Mannréttindafrömuðurinn Mazen Darwish laus úr haldi

Mannréttindafrömuðinum Mazen Darwish sem hnepptur var í varðhald á upplognum ákærum um hryðjuverk í Sýrlandi var sleppt úr haldi í ágúst eftir að hafa setið þrjú og hálft ár í fangelsi. Hann er forstjóri sýrlenskrar miðstöðvar um fjölmiðla og tjáningarfrelsi sem vinnur að því að skrásetja mannréttindabrot í Sýrlandi.

30. Súdan: Tveimur prestum sleppt úr haldi

Súdönsku prestunum Yat Michael og Peter Yen, var sleppt úr haldi 5. ágúst eftir að hafa verið dæmdir til þess að sitja inni þann tíma sem þeir höfðu þegar afplánað í höfuðborg Súdans, Khartoum. Talið er að prestarnir tveir hafi verið handteknir og ákærðir vegna trúarlegra skoðanna sinna.

31. Taíland: Blaðamenn sýknaður

Tveir blaðamenn í Taílandi sem ákærðir voru fyrir að skrifa um mansal voru sýknaðir í september. Ritstjórinn Alan Morison og blaðakonan Chutima Sidasathian voru sýknuð af ákærum um ærðumeiðingar og fyrir að brjóta gegn ákvæðum um netglæpi.

32. Egyptaland: Fréttamenn fréttaveitunnar Al Jazeera leyst úr haldi

Fréttamenn fréttaveitunnar Al Jazeera, Mohamed Fahmy og Baher Mohamed, voru leystir úr haldi í september ásamt 100 öðrum sem forseti landsins náðaði. Þeir höfðu verið sakfelldir fyrir að „dreifa fölsuðum fréttum“ ásamt félaga sínum, Peter Greste, eftir að þeir voru handteknir árið 2013.

33. Evrópa: Við lýsum því öll yfir að „flóttamenn séu velkomnir“

Allt frá Grikklandi til Þýskalands sameinuðust sjálfboðaliðar um að aðstoða nýkomna flóttamenn við að verða sér út um mat, fatnað og læknisaðstoð og reyna þannig að stoppa í götin á brotnu hælisleitandakerfi Evrópusambandsins á meðan leiðtogar Evrópu héldu áfram að kljást við vandann.

33. Kenýa: Samfélögum sem borin voru út lofað bætur

Tveimur samfélögum sem ógnað var í Mombasahéraði í Kenýa vegna vegagerðar bárust góðar fréttir í október. Yfirvöld sem fóru með málefni þjóðvega við þessi samfélög viðurkenndu að það hefði verið rangt af þeim að þvinga meira en 100 manns út af heimilum sínum. Þau lofuðu bótum og að bæta áætlanir sínar um hvar koma ætti þeim fyrir sem málið varðaði.

35. Suður-Afríka: Bætt heilsugæsla fyrir konur í Mkhondo

Konur og stúlkur í Mkhondo í Suður-Afríku hafa nú aðgang að betri mæðravernd. Ein heilsugæslustöðin jók þjónustu við konur á meðgöngu úr tveimur í sjö daga á viku og dró þannig mjög úr biðtíma. Starfsmenn á vegum ríkisins hafa einnig heimsótt bæinn til þess að meta og fylgjast með ástandinu.

36. Víetnam: Bloggaranum Ta Phong Tan sleppt úr haldi

Víetnamska baráttukonan og bloggarinn Ta Phong Tan sem barist hefur fyrir tjáningarfrelsinu var látin laus í september eftir að hafa afplánað fjögur ár af tíu ára fangelsisdómi. Hún var sakfelld fyrir að „leiða áróður“ gegn ríkinu.

37. Kúba: Graffiti listamaður laus úr haldi

Kúbanska graffiti listamanninum og samviskufanganum Danilo Maldonado Machado var sleppt úr fangelsi í Havana, höfuðborg Kúbu í október. Hann sat í fangelsi í næstum ár eftir að hafa málað „Raúl“ og „Fidel“  á bakið á tveim svínum. Við vonum að lausn hans sé boðberi nýs viðhorfs til tjáningarfrelsisins og andófs í landinu.

38. Srí Lanka: Tímamót fyrir fórnarlömb stríðsátakana

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tímamótaályktun sem veitir fórnarlömbum vopnaðrar átaka í Srí Lanka von um að fá loksins sannleikann fram og réttlætinu fullnægt. Ályktunin viðurkennir hræðilega glæpi sem voru framdir af báðum deiluaðilum.

39. Egyptaland: 17 vitni sýknuð

Áfrýunardómstóll staðfesti sýknu mannréttindafrömuðsins, sem berst fyrir réttindum kvenna, Azza Soliman og 16 annarra sem urðu vitni að morði aðgerðasinnans og ljóðskáldsins Shaimaa al-Sabbagh.  Ákærur á hendur þeim voru upplognar eftir að þeir vitnuðu gegn öryggisveitum landsins. Azza Soliman þakkaði Amnesty International fyrir stuðninginn og samstöðuna.

40. Súdan: Sakfellingu unglingsstúlku snúið við

Áfrýjunarréttur í Súdan snéri sakfellingu unglingsstúlkunnar Ferdous Al Toum við en hún hafði verið sakfelld fyrir „ósæmilegan eða siðlausan klæðnað“ og dæmd til 20 svipuhögga og 500 súdanskra punda sektar. Við trúum því að niðurstaða sé að stórum hluta til aðgerðum þínum og alþjóðlegum þrýstingi að þakka.

41. Bandaríkin: Shaker Aamer sleppt frá Gvantanamó fangabúðunum

Shaker Aamer var leystur úr haldi eftir að hafa verið í haldi í Gvantanamó fangabúðunum án dóms og laga í 13 ár. Hann er einn af fyrstu föngunum sem sendur var til þessarra alræmdu fangabúða árið 2002 og síðasti breskri ríkisborgarinn sem þar var í haldi. Stuðningsmenn Amnesty International börðust fyrir lausn hans í meira en tíu ár.

42. Kína: Samviskufangi sameinast fjölskyldunni á ný

Í október sameinaðist fyrrverandi samviskufanginn Chen Zhenping fjölskyldu sinni á ný í Finnlandi. Þrátt fyrir að hafa verið látin laus úr fangelsi í Kína í mars var hún áreitt og höfð undir ströngu eftirliti allt þar til hún kom til Helsinki. Hún var fangelsuð í átta ár í ágúst 2008 fyrir að iðka Falun Gong, sem er andleg/trúarleg hreyfing sem bönnuð er í Kína.

43. Afganistan: Aðgerðasinna bjargað frá talíbönum

Í október unnum við með samstarfsaðilum á vettvangi við að flytja á brott 40 manns, þar á meðal mannréttindafrömuði og fjölskyldur þeirra, þegar talíbanarnir náðu Kunduzhéraði á sitt band og gerðu innrásir í tvö önnur héruð. Á síðasta ári skrásetti Amnesty International ískyggilega margar árásir gegn konum og mönnum sem berjast fyrir réttindum kvenna og stúlkna í Afganistan.

44. Egyptaland: Fréttamaður sem berst fyrir mannréttindum sleppt úr haldi

Aðgerðasinnanum og blaðamanninum Hossam Bahgat var sleppt úr haldi eftir að Amnesty International og alþjóðasamfélagið fordæmdu handtöku hans. Gæsluvarðhald hans er enn eitt dæmi um áframhaldandi árásir stjórnvalda í Egyptalandi á sjálfstæða blaðamenn og borgarlegt samfélag.

45. Indónesía: Aðgerðasinninn Filep Karma loksins laus úr haldi

Aðgerðarsinnanum Filep Karma var loksins sleppt úr fangelsi í Indónesíu í nóvember. Hann sat í fangelsi í meira en áratug fyrir að halda á lofti fána sjálfstæða ríkisins Papúa Nýju-Gíneu á pólitískri samkomu. Stuðningsmenn Amnesty Interntional hafa lengi barist fyrir lausn Filep og voru m.a. send 65.000 bréf til stjórnvalda til stuðnings hans í Bréfamaraþoninu 2011.

46. Indland: Söngvari sem handtekinn var fyrir ádeilulög sleppt úr haldi

Dalítaþjóðlagasöngvaranum og aðgerðarsinnanum S Sivadas eða Kovan eins og hann er kallaður, sem handtekinn var vegna tveggja ádeilulaga sem gagnrýndu héraðsstjórn Tamil Nadu og forsætisráðherra þess, var sleppt gegn tryggingu. Yfir 13.000 manns á Indlandi studdu herferð Amnesty þar sem farið var fram á lausn hans.

47. Mexíkó: Tveimur þolendum pyndinga sleppt úr haldi

Tveimur þolendum pyndinga í norðurhluta Mexíkó var sleppt úr haldi með nokkra klukkustunda millibili í Mexíkó. Rútubílstjóri og fjögra barna faðir, Adrián Vásquez, var leystur úr haldi meira en þremur árum eftir að hann mátti þola pyndingar af hálfu ríksislögreglunnar og ásakanir um að vera háttsettur fíkniefnasali. Nokkrum klukkustundum síðar var Cristel Piña 25 ára tveggja barna móður sleppt úr haldi meira en tveimur árum eftir að hafa verið barin á hrottalegan hátt og beitt pyndingum með kynferðislegu ofbeldi þar til að hún játaði á sig fjárkúgun.

48. Mongólía afnemur dauðarefsingar

Í desember samþykkti þing Mongólíu ný hegningarlög um afnám dauðarefsingarinnar fyrir alla glæpi, sem er stórsigur fyrir mannréttindi í landinu. Breytingin kemur í kjölfar margra ára þrýstings frá Amnesty International og stuðningsmönnum þeirra.

49. Aserbaídsjan: mannréttindafrömuði sleppt

Leyla Yunus, einni fremstu mannréttindabaráttukonu  Aserbaídsjan, var sleppt úr fangelsi í desember. Hún var í ágúst sakfell fyrir „fjársvik“ og fleiri meint afbrot tengd vinnu hennar fyrir frjáls félagasamtök.

50. Mjanmar: Aðgerðasinna sleppt úr haldi

Aðgerðarsinnanum Thein Aung Myint var sleppt úr fangelsi í Mjanmar eftir að dómur hans var mildaður. Hann var að afplána tveggja ára dóm fyrir þátttöku í tveimur friðsamlegum mótmælum í Mandalay.