Þann 12. ágúst síðastliðinn fagnaði heimsbyggðin hinum árlega viðburði – alþjóðlega degi æskunnar. Það þótti kaldhæðnislegt að á þeim degi var lítil athygli vakin á því hverfandi rými sem ungir aðgerðasinnar hafa þar sem þeir í auknu mæli verða fyrir kúgun af hálfu stjórnvalda í mannréttindabaráttu sinni.
Þann 12. ágúst síðastliðinn fagnaði heimsbyggðin hinum árlega viðburði – alþjóðlega degi æskunnar. Það þótti kaldhæðnislegt að á þeim degi var lítil athygli vakin á því hverfandi rými sem ungir aðgerðasinnar hafa þar sem þeir í auknu mæli verða fyrir kúgun af hálfu stjórnvalda í mannréttindabaráttu sinni.
Á undanförnum árum, með hjálp samtakamáttar samfélagsmiðla, hefur heimurinn horft upp á vaxandi afl ungs fólks sem berst fyrir og ver sinn rétt og endurmótar samfélag sitt. Þessi ungmenni virkja einnig aðra í að kalla stjórnvöld til ábyrgðar og krefjast þess að þau virði, verndi og uppfylli öll mannréttindi.
Ungt fólk hefur vitaskuld alltaf spilað lykilhlutverk í grasrótarhreyfingum samfélagsins, það tekur að sér í auknum mæli forystuhlutverk í friðsamlegum mótmælendahreyfingum sem knýja á um breytingar. Unga fólkið sest ekki bara í aftursætið og leikur sér með snjalltækin sín heldur skipuleggur það mótmæli, leggur undir sig opinber svæði og að stendur fyrir opnu samtali við stjórnvöld. Unga fólkið bíður ekki eftir því að vera sagt til verka.
Þetta hefur kostað sitt. Því miður, og alltof oft, bregðast ríkisstjórnir við friðsamlegri þátttöku þessara ungu aðgerðasinna með ofbeldi og stingur þeim í steininn.
Tökum Mjanmar sem dæmi. Þar eiga um 100 nemendur, þar með talið ungir verndarar mannréttinda og aðgerðasinnar, yfir höfði sér fangelsisvist fyrir það eitt að mótmæla nýjum menntamálalögum. Ein af þeim er Phyoe Phyoe Aung sem er í forystu einna stærstu nemendahreyfinga landsins en þann 27. ágúst síðastliðinn hélt hún 27 ára afmæli sitt í fangelsi. Hún situr af sér langan og óréttlátan fangelsisdóm sem hún fékk eftir að hafa verið handtekin í marsmánuði eftir að upp úr sauð þegar lögreglan hugðist fjarlægja friðsamlega mótmælendur með ofbeldi.
Enn fleiri eiga á hættu að verða fyrir áreiti og ógnun í því er virðist vera skipulögðum árásum á nemendahreyfingar landsins. Þetta er þó engin nýlunda enda segir sagan okkur að yfirvöld í Mjanmar hafa reynt að bæla niður stúdentahreyfingar um langa hríð. Þau óttast að þessar hreyfingar muni stuðla að breiðari fylkingu manna sem krefjast pólitískra breytinga í landinu og þar með grafi undan valdi yfirvalda.
Hinum megin á hnettinum er sama upp á teningnum. Í júní, handtóku öryggissveitir í Angóla af handahófi 15 unga aðgerðasinna fyrir það eitt að taka þátt í fundi þar sem friðsamlega var rætt um stjórnmál og áhyggjur af stjórnarháttum ríkisstjórnar forsetans, José Eduardo dos Santos, sem hefur verið við völd í 36 ár. Þeir hafa verið ásakaðir um að hafa ætlað að raska almannaró og ógna þjóðaröryggi. Meira að segja voru ungir aðgerðasinnar dregnir inn í málið sem sátu ekki fundinn. Þessa stundina sitja þeir allir í einangrunarvist langt frá heimili sínu sem gerir heimsóknir ástvina erfiðar.
Allar aðgerðir til að knýja á um frelsi þessara einstaklinga hafa verið brotnar á bak aftur. Þann 22. júlí síðastliðinn var fimm einstaklingum haldið í fangelsi í níu klukkustundir þegar þeir hugðust heimsækja aðgerðasinnana. Stuttu síðar voru friðsöm mótmæli stöðvuð með ofbeldisfullum hætti.
Slík ofsafengin viðbrögð eru ekki staðbundin við Mjanmar og Angóla. Víðar er þetta að gerast. Frá Tyrklandi til Venesúela, frá Bandaríkjunum til Egyptalands, er ungum aðgerðasinnum hent í steininn fyrir það eitt að berjast fyrir réttindum sínum.
Samfélagið tekur nefnilega ekki alltaf andspyrnu ungra mannréttindasinna fagnandi. Eins og kom fram í máli sérstaks eftirlitsfulltrúa Sameinuðu þjóðanna í umfjöllun hans um aðgerðasinna er „almenningsálit á ungmennum í samfélaginu, miðlað af virtum fjölmiðlum, bendir oft á ungan aldur þeirra og skort á þroska sem rök fyrir því að hafa þau ekki með í ráðum í opinberum málum. Litið er á ungmenna- og stúdentahreyfingar sem vandræðagemsa í staðinn fyrir leikmenn sem geta gefið hinni opinberu umræðu lit.“
Að neita ungmennum sæti við borðið kemur í veg fyrir að þau taki þátt í umræðum um framsækna framkvæmd mannréttinda. Jafnvel þegar ungmennum er leyft að vera með í ráðum, þá er það oft án meiningar og frekar gert sem sýndaraðmennska, því það virðist frekar vera litið á að þau séu þarna til að læra og þroskast, í stað þess að taka þátt sem jafningjar í lausn mála.
Við þurfum að taka eitt skref aftur á bak og ígrunda hvaða áhrif þetta hefur á það hvernig ríki bregðast við þegar ungt fólk reynir með friðsamlegum aðgerðum að skapa sér rými og vera virk í ákvörðunum sem snerta líf þeirra.
Ef ríki vilja virða skoðanir ungs fólks, þá verða þau að tryggja að ungir verndarar mannréttinda geta krafist og nýtt réttindi sín óheflað og án ótta.
Það er ljóst að marktæk borgaraleg þátttaka ungmenna mun ekki verða til samstundis því það tekur tíma að skapa virkt samráð milli kynslóða – samráð sem er byggt á trausti. En stjórnvöld geta tekið fyrsta skrefið með því að án tafar og skilyrðislaust leysa úr haldi alla unga verndara mannréttinda sem sitja í haldi fyrir friðsamleg mótmæli.
