Amnesty International hefur skrifað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hvatt til þess að þeir sem gerst hafa sekir um glæpi í átökunum á Gasa verði látnir sæta ábyrgð og að eftirlitsfólk með mannréttindum verði sent á svæðið. Bréfið var sent í kjölfar ályktunar ráðsins, sem það samþykkti nær einróma, þar sem hvatt er til tafarlauss og varanlegs vopnahlés á Gasa.
Amnesty International hefur skrifað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hvatt til þess að þeir sem gerst hafa sekir um glæpi í átökunum á Gasa verði látnir sæta ábyrgð og að eftirlitsfólk með mannréttindum verði sent á svæðið. Bréfið var sent í kjölfar ályktunar ráðsins, sem það samþykkti nær einróma, þar sem hvatt er til tafarlauss og varanlegs vopnahlés á Gasa.
Í bréfinu fer Amnesty International fram á það við öryggisráðið að það grípi til markvissra aðgerða til að tryggja að þeir sem hafa gerst sekir um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum sæti ábyrgð.
Bardagar halda áfram á svæðinu og Ísraelsher heldur áfram að gera árásir á borgara eða borgaraleg skotmörk á Gasa; einnig árásir sem eru í engu samræmi við aðsteðjandi ógn. Vopnaðar sveitir Palestínumanna halda áfram eldflaugaárásum á borgaraleg skotmörk í Ísrael. Fjöldi fallinna borgara eykst sífellt.
Palestínumenn yfirgefa heimili sitt eftir loftárás Ísraela á Gasa í janúar 2009
Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1860 fer fram á „tafarlaust, varanlegt vopnahlé sem er virt af báðum aðilum“, óhindraða flutninga á mannúðaraðstoð og að landamærastöðvar við Gasa verði opnaðar á ný. Fjórtán ríki greiddu ályktuninni atkvæði sitt. Bandaríkin sátu hjá.
Ályktunin nefndi ekki að stríðandi aðilar þyrftu að hætta brotum á alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum. Ályktunin tekur heldur ekki á margvíslegum upplýsingum um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum, eða hvetur til rannsóknar á þeim og að hinir ábyrgu verði sóttir til saka.
LESTU MEIRA
Firmer European voice needed to unblock humanitarian crisis in the Middle East (News, 8 January 2009)
Gaza civilians endangered by the military tactics of both sides (News, 8 January 2009)
Amnesty International calls for an immediate humanitarian truce in Gaza (News, 7 January 2009)
