Tyrkland: Ákærur fyrir þátttöku í Pride-göngu

Átján nemendur og einn fræðimaður Tækniháskóla Mið-Austurlanda (METU) í borginni Ankara í Tyrklandi hafa verið ákærðir að taka þátt í Pride-göngu hinsegin fólks á háskólasvæðinu þann 10. maí síðastliðinn. Réttarhöld hefjast 12. nóvember en sumir innan hópsins halda því fram að þeir hafi aðeins fylgst með göngunni en ekki tekið virkan þátt í henni. Enginn á að vera dæmdur fyrir að nýta rétt sinn til tjáningar- og fundafrelsis.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Þann 18. nóvember árið 2017 voru allir opinberir viðburðir bannaðir til frambúðar í Ankara þegar neyðarástand ríkti í landinu. Í maí fóru lögreglumenn inn á háskólasvæði Tækniháskólans í Mið-Austurlöndum (METU) eftir að stjórn háskólans bað um að nemendur sem komu friðsamlega saman til að fagna Pride yrði tvístrað upp. Nemendur héldu áfram göngu sinni og brást lögreglan við með piparúðum, plastbyssukúlum og táragasi.

Þónokkrir slösuðust, þó ekki alvarlega. Að minnsta kosti tuttugu og tveir einstaklingar voru settir í varðhald, þar af  standa nítján frammi fyrir ákærum.

Við krefjumst þess að allar ákærur verði felldar niður fyrir þátttöku þessara einstaklinga í Pride-göngunni.

Við krefjumst þess einnig að sjálfstæð og hlutlaus rannsókn vegna óhóflegrar valdbeitingar lögreglu fari tafarlaust fram og að þeir sem eru ábyrgir verði dregnir til saka.