Tyrkland: Formaður læknafélagsins í haldi

Formaður tyrkneska læknafélagsins, prófessorinn Şebnem Korur Fincancı, hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 27. október 2022 á grundvelli ákæru um „áróður fyrir hryðjuverkasamtök“.

Mynd: læknafélag Tyrklands

Hún var handtekin fyrir það að hafa, í sjónvarpsviðtali, kallað eftir sjálfstæðri óháðri rannsókn í tengslum við ásakanir þess efnis að tyrkneskir hermenn hefðu beitt efnavopnum í Kúrdistan-héraði í Írak.

SMS-félagar krefjast þess að Şebnem Korur Fincancı verði sleppt umsvifalaust úr haldi án skilyrða og að hún hljóti ekki dóm fyrir mannréttindastarf sitt.