Úganda: Þvingað mannshvarf leiðtoga stjórnarandstöðunnar

Öryggisfulltrúar í Úganda handtóku Robert Lugya Kayingo lögfræðing og forseta stjórnarandstöðuflokksins Ugandan Federal Alliance á Entebbe flugvellinum þann 17. júlí við komuna frá Suður Afríku.

Ekki hefur sést til hans eða heyrst frá honum síðan. Öryggisfulltrúarnir sem handtóku hann kynntu sig ekki og greindu ekki frá ástæðu handtökunnar. Engar opinberar upplýsingar hafa verið gefnar upp um afdrif hans eða staðsetningu.  

SMS-félagar krefjast þess að yfirvöld greini frá staðsetningu Robert Lugya Kayingo og að hann verði leystur úr haldi nema hann sé ákærður fyrir viðurkenndan glæp. Tryggja þarf aðgengi hans að lögfræðingi, heilbrigðisþjónustu og fjölskyldu sinni.