mannréttindi

Oft lítum við á mannréttindi sem sjálfsagðan hlut og stöldrum einungis við og veitum þeim athygli þegar réttindi okkar eru brotin. Því miður eru mannréttindabrot algeng víða um heim.

Þúsundum einstaklinga um heim allan er neitað um sanngjörn réttarhöld. Fólk er pyndað og fangelsað vegna skoðana sinna. Börn eru neydd til að berjast í stríðsátökum.

Það er mikilvægt að við lítum ekki á mannréttindi sem sjálfsögð réttindi og enn mikilvægara er að mannréttindi séu vernduð samkvæmt alþjóðalögum.

Mann­rétt­indi

Mannréttindi eru grundvallarrétt­indi okkar allra. Þau eru skil­greind og vernduð samkvæmt alþjóðalögum.

Mann­rétt­indi eru:

ALGILD:

Óháð því hver við erum, hvar við búum, á hvað við trúum og lífs­máta.

ÓAFSAL­ANLEG:

Ekki hægt að taka þau frá nokk­urri mann­eskju.

ÓDEIL­ANLEG OG SAMTVINNUÐ:

Stjórn­völd geta ekki valið hvaða rétt­indi þau virða. Þeim ber að virða þau öll. Mann­rétt­indi eru samtvinnuð og hafa áhrif hvert á annað.

Eleanor Roosevelt heldur á mannréttindayfirlýsingunni