mannréttindi
Oft lítum við á mannréttindi sem sjálfsagðan hlut og stöldrum einungis við og veitum þeim athygli þegar réttindi okkar eru brotin. Því miður eru mannréttindabrot algeng víða um heim.
Þúsundum einstaklinga um heim allan er neitað um sanngjörn réttarhöld. Fólk er pyndað og fangelsað vegna skoðana sinna. Börn eru neydd til að berjast í stríðsátökum.
Það er mikilvægt að við lítum ekki á mannréttindi sem sjálfsögð réttindi og enn mikilvægara er að mannréttindi séu vernduð samkvæmt alþjóðalögum.
Mannréttindi
Mannréttindi eru grundvallarréttindi okkar allra. Þau eru skilgreind og vernduð samkvæmt alþjóðalögum.
Mannréttindi eru:
ALGILD:
Óháð því hver við erum, hvar við búum, á hvað við trúum og lífsmáta.
ÓAFSALANLEG:
Ekki hægt að taka þau frá nokkurri manneskju.
ÓDEILANLEG OG SAMTVINNUÐ:
Stjórnvöld geta ekki valið hvaða réttindi þau virða. Þeim ber að virða þau öll. Mannréttindi eru samtvinnuð og hafa áhrif hvert á annað.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar eftir seinni heimsstyrjöldina. Markmiðið var að koma í veg fyrir að hryllingur stríðsins myndi endurtaka sig og stuðla að friði með því að efla alþjóðlegt samstarf.
Eitt af fyrstu verkefnum Sameinuðu þjóðanna var að sameinast um grundvallarréttindi hverrar manneskju. Tímamót í sögu mannréttinda urðu þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt þann 10. desember 1948. Eleanor Roosevelt leiddi vinnuna við gerð Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna og var sögð krafturinn á bak við hana.
Mannréttindayfirlýsingin er ekki lagalega bindandi en hefur gegnt gríðarlega mikilvægu hlutverki sem undanfari mannréttindasamninga og í þróun alþjóðlegs mannréttindakerfis.
Samkvæmt yfirlýsingunni er sérhver manneskja borin frjáls og jöfn öðrum að virðingu og réttindum. Allir einstaklingar eiga tilkall til mannréttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er undirstaða alls mannréttindastarfs Amnesty International.
30. greinar
Mannréttindayfirlýsingar
Sameinuðu þjóðanna
Kynntu þér hana á íslensku
Mannréttindi á Íslandi
Mannréttindi á Íslandi eru til að mynda vernduð í stjórnarskrá Íslands, almennum íslenskum lögum og alþjóðasamningum sem Ísland hefur lögfest.
Í stjórnarskrá Íslands eru nokkur grundvallarmannréttindi vernduð. Má þar nefna að allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Stjórnarskráin verndar trúfrelsi einstaklinga, að þeir fái að iðka trú að eigin vali. Bann við pyndingum er einnig í stjórnarskránni.
Í stjórnarskrá Íslands eru nokkur grundvallarmannréttindi vernduð. Má þar nefna að allir einstaklingar eru jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Stjórnarskráin verndar trúfrelsi einstaklinga, að þeir fái að iðka trú að eigin vali. Bann við pyndingum er einnig í stjórnarskránni.
Meðal alþjóðasamninga sem Ísland hefur skrifað undir eru:
- Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaréttindi (1966)
- Alþjóðasamningur um efnhagsleg, félagsleg og menningarleg rétttindi (1966)
- Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (1989)
- Evrópusamningur um varnir gegn pyndingum (1987)


