Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir undirskriftarsöfnun á heimasíðu samtakanna http://www.amnesty.is/undirskriftir til stuðnings konum og stúlkum í Afganistan.
Sima Samar er formaður Mannréttindanefndar Afganistan, sem er óháð stofnun er berst fyrir mannréttindum
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir undirskriftarsöfnun á http://www.amnesty.is/undirskriftir til stuðnings konum og stúlkum í Afganistan.
Þrátt fyrir loforð stjórnvalda um betri kjör kvenna er ofbeldi gegn konum og stúlkum í Afganistan enn landlægt og birtingarmyndirnar margar. Má þar nefna heimilisofbeldi, mannsrán, nauðganir vopnaðra manna, mansal, þvinguð hjónabönd (sífellt yngri stúlkur eru nú þvingaðar í hjónaband) og skiptasamninga þar sem konur eru látnar ganga upp í skuldir eða þær látnar af hendi sem sárabætur vegna deilna.
Lítill hópur afganskra kvenna, sem berst fyrir mannréttindum, hefur sótt í sig kjark til að laga bága stöðu kvenna í landinu. Þessum hugrökku baráttukonum er ósjaldan ógnað og þær verða oft fyrir árásum. Ef ná á raunverulegum árangri í að bæta stöðu kvenna í Afganistan verða þarlend stjórnvöld að grípa til tafarlausra aðgerða svo baráttufólk fyrir mannréttindum geti sinnt sínu mikilvæga starfi, án ótta við ofbeldi eða ógn af hvers kyns tagi.
Á heimasíðu deildarinnar er ennfremur unnt að nálgast aðgerðabeiðnir á slóðinni http://www.amnesty.is/hvadthugetur/griptu-til-adgerda/ vegna mannréttindabrota gegn konum í Íran, Venesúela og Nepal.
