Ungliðahreyfing Amnesty með viðburð á 17. júní

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní mun ungliðahreyfing Amnesty International standa fyrir undirskriftasöfnun vegna vopnaviðskiptasamnings, sem verður efni ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í júlí.

 

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní mun ungliðahreyfing Amnesty International standa fyrir undirskriftasöfnun vegna vopnaviðskiptasamnings, sem verður efni ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í júlí.

Ein manneskja í heiminum deyr á mínútu hverri af völdum vopna og það er t.d. meira eftirlit með bananasölu í heiminum heldur en vopnaviðskiptum.

Við munum nota þetta „banana-konsept“ og gefa fólki banana niðri í bæ um leið og við hvetjum það til að skrifa undir.

Ungliðar munu hittast á skrifstofu Amnesty (Þingholtsstræti 27, 101 Rvk) kl. 12:00 og svo höldum við í fógetagarðinn (rétt hjá Hjálpræðishernum niðri í bæ), með skilti, borð og undirskriftalista, tilbúin að fá FULLT af undirskriftum til að þrýsta á leiðtoga heims að skrifa undir ÖFLUGAN vopnaviðskiptasamning.

Við munum verða í fógetagarðinum á milli 14-17.

KOMUM BÖNDUM Á VOPNIN!

Öllum velkomið að taka þátt!

Sjáumst á skrifstofu Amnesty kl. 12:00 á 17. júní 🙂

Kveðja,

ungliðahreyfingin