Myndavélahula fyrir síma og fartölvur

1.750 kr.

Lýsing

Íslandsdeild Amnesty International selur fallega myndavélahulu með kennimerki Amnesty International, logandi kerti sem umvafið er gaddavír.

Hulan passar á snjallsíma, fartölvur og spjaldtölvur. Hún er virkilega einföld í notkun og fyrirferðarlítil.

Hlutverk hennar er að hylja vefmyndavélar þegar ekki er verið að nota þær. Þú límir hana yfir myndavélina á fartölvunni eða á myndavélina á símanum og spjaldtölvunni að framanverðu.

Allur ágóði vörusölu rennur óskiptur til mannréttindastarfs Amnesty International.