Sokkar – Fyrir Amnesty 2023
Original price was: 3.200 kr..2.000 kr.Current price is: 2.000 kr..
Lýsing
Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfinu.
Árið 2023 var leitað til Listaháskólans og hönnunarsamkeppni var hrint af stað innan skólans fyrir nemendur. Hönnun Megan Auðar varð fyrir valinu.
„Þegar ég var lítil, kannski 10 ára, heyrði ég ljóð á ríkisútvarpinu sem talaði um hvernig við öndum öll sama lofti og allt mannfólkið sem komið hefur á undan okkur. Þessi hugmynd sat alltaf hjá mér. Seinna á lífsleiðinni lærði ég um Ubuntu heimspekina, sem í mínum skilningi tengir allt mannfólk og lífverur jarðar í tengslanet sem reiðir hvort á annað. Og berum við þá sameiginlega ábyrgð á því að passa hvort upp á annað. Myndin á sokkunum er myndlýsing á þessu tengslaneti, og vonandi smá áminning um tenginguna.“
–Megan Auður
Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullin er formlega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum.
Sokkarnir eru teygjanlegir og fást í tveimur stærðum:
- 36-39
- 40-44






