Sokkar – Fyrir Amnesty 2024

3.200 kr.

Hreinsa

Lýsing

Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfinu.

Hönnunarteymið Flétta, þær Birta Rós Brynjólfsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir, hannaði sokkana í ár.

„Í merki Amnesty umlykur gaddagirðing kerti. Kertið táknar vonina og gaddagirðingin alla þá sem hafa orðið fyrir mannréttindabrotum. Við sem njótum þeirra forréttinda að geta áhyggjulaus barist fyrir bættum heimi erum með þessu minnt á alla þá sem ekki hefur tekist að bjarga. Amnesty International beitir sér fyrir mannréttindum vegna loftlagsbreytinga, tjáningarfrelsis, dauðarefsinga, einangrunarvistar fanga í gæsluvarðhaldi á Íslandi og málefnum flóttafólks en það hefur aldrei verið eins mikilvægt að berjast fyrir einmitt þessum málefnum. Við vildum að sokkarnir væru áberandi og minntu á þessi áherslumál Amnesty, þannig stendur hver eigandi fyrir vonina en ber jafnframt með sér áminningu um alla þá sem þurfa á hjálp okkar að halda.

-Flétta

Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Bómullin er form­lega vottuð af Cotton Made in Africa sem er staðall fyrir bómull í Afríku til að efla lífs­kjör smábænda og stuðla að umhverf­i­s­vænni bómullar­fram­leiðslu samkvæmt ströngum skil­yrðum.

Sokkarnir eru teygjanlegir og fást í tveimur stærðum:

  • 36-39
  • 40-44
Allur ágóði af sokkasölunni rennur óskiptur til mannréttindastarfs Íslandsdeildar Amnesty International.