Vonarljós-næla

1.500 kr.

Hreinsa

Lýsing

Íslandsdeild Amnesty International selur fallegar barmnælur með kennimerki Amnesty International, logandi kerti sem umvafið er gaddavír.

Með því að kaupa vonarljós Amnesty International sýnir þú stuðning við mannréttindastarf samtakanna í verki. Þannig leggur þú þitt lóð á vogarskál fyrir mannréttindi í heiminum.

„Kertið logar ekki fyrir okkur, heldur fyrir öll þau sem okkur tókst ekki að bjarga úr fangelsi, þau sem voru skotin á leið í fangelsi, þau sem voru pynduð, þeim sem var rænt, þau sem „hurfu“. Fyrir þau logar kertið.“
Peter Benenson, stofnandi Amnesty International.