Þann 14. ágúst síðastliðinn gekk í gildi vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah. Þá lágu um 1000 óbreyttir borgarar í valnum eftir loft- og stórskotaárásir Ísraelshers og aðrir 40 höfðu látist eftir sprengjuárásir Hizbollah á Norður-Ísrael.
Þann 14. ágúst síðastliðinn gekk í gildi vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah. Þá lágu um 1000 óbreyttir borgarar í valnum eftir loft- og stórskotaárásir Ísraelshers og aðrir 40 höfðu látist eftir sprengjuárásir Hizbollah á Norður-Ísrael. Rannsóknir Amnesty International hafa leitt í ljós að stríðandi aðilar gerðu ekki greinarmun á hermönnum og óbreyttum borgurum við val á skotmörkum. Ísraelsher réðst á íbúðahverfi með þeim afleiðingum að um ein milljón manna þurfti að flýja heimili sín. Hizbollah réðst á bæi og þorp í Norður-Ísrael með sprengjum sem innihéldu þúsundir kúlulega til að valda sem mestum skaða.
Amnesty International hvetur nú Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að fara fram á það að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna láti gera ítarlega, sjálfstæða og óhlutdræga rannsókn á brotum beggja aðila á alþjóðlegum mannúðarlögum, m.a. brotum sem gætu talist stríðsglæpir. Amnesty International hvetur til þess að rannsóknin verði gerð af sérfræðingum sem fái alla nauðsynlega aðstoð, kynni niðurstöður sínar opinberlega og geri tillögur um hvernig má koma í veg fyrir að brotið sé gegn alþjóðlegum mannúðarlögum í framtíðinni.
Við viljum hvetja alla félaga til að prenta út bréfið hér að neðan og senda til íslenskra stjórnvalda, til að þrýsta á að þau beiti sér fyrir því að Sameinuðu þjóðirnar geri rannsókn á brotum Hizbollah og Ísrael.
Einnig er hægt að afrita bréfið og senda í tölvupósti á utanríkisráðherra.
Netfang ráðherrans er: valgerdur.sverrisdottir@utn.stjr.is
Bréfið sem fólk er hvatt til að afrita og senda:
_________________________________________
Valgerður Sverrisdóttir
utanríkisráðherra
Utanríkisráðuneytið
150 Reykjavík
Háttvirti ráðherra,
Þann 14. ágúst síðastliðinn gekk í gildi vopnahlé milli Ísraels og Hizbollah. Þá lágu um 1000 óbreyttir borgarar í valnum eftir loft- og stórskotaárásir Ísraelshers og aðrir 40 höfðu látist eftir sprengjuárásir Hizbollah á Norður-Ísrael. Rannsóknir Amnesty International hafa leitt í ljós að stríðandi aðilar gerðu ekki greinarmun á hermönnum og óbreyttum borgurum við val á skotmörkum. Ísraelsher réðst á íbúðahverfi með þeim afleiðingum að um ein milljón manna þurfti að flýja heimili sín. Hizbollah réðst á bæi og þorp í Norður-Ísrael með sprengjum sem innihéldu þúsundir kúlulega til að valda sem mestum skaða.
Það er áhyggjuefni að í nýundirrituðum vopnahléssáttmála er hvergi minnst á nauðsyn þess að draga þá aðila til ábyrgðar sem framið hafa brot framin í átökunum, þvert á ákvæði alþjóðlegrar mannúðarlöggjafar.
Amnesty International hvetur nú Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að fara fram á það að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna láti gera ítarlega, sjálfstæða og óhlutdræga rannsókn á brotum beggja aðila á alþjóðlegum mannúðarlögum, m.a. brotum sem gætu talist stríðsglæpir. Amnesty International hvetur til þess að rannsóknin verði gerð af sérfræðingum sem fái alla nauðsynlega aðstoð, kynni niðurstöður sínar opinberlega og geri tillögur um hvernig má koma í veg fyrir að brotið sé gegn alþjóðlegum mannúðarlögum í framtíðinni. Því vil ég hvetja íslensku ríkisstjórnina til að nota áhrif sín meðal aðildarríkja Öryggisráðsins til að þrýsta á að framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna láti gera ofangreinda rannsókn. Einnig vil ég hvetja íslensku ríkisstjórnina til að beita sér svo að rannsóknin fái nægan fjárhagslegan og tæknilegan stuðning til að hún beri árangur. Mikilvægt er að niðurstöður rannsóknarinnar séu birtar opinberlega og innihaldi tillögur til að koma í veg fyrir frekari brot í framtíðinni. Einnig ber að draga þá sem eru fundnir sekir um stríðglæpi fyrir dóm í réttarhöldum sem standast alþjóðleg viðmið um réttláta dómsmeðferð.
Virðingarfyllst
