Kvennaathvarfið, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa gengust fyrir velheppnuðu málþingi í Norræna húsinu í gær
Málþingsgestir voru milli 60-70, og spunnust líflegar umræður að lokinni framsögu. Mikilvægt var að þátttakendur komu víða. Bæði stjórnmálamenn, fólk úr ráðuneytum, heilbrigðisgeiranum og konur sem hafa lifað við ofbeldi, auk annarra, svo sem lögfræðinga og laganema. Vonandi verður þetta málþing til þess að auka enn umræðuna og má binda nokkrar vonir við að drög verði gerð að nauðsynlegum lagabreytingum og farið verði að líta á ofbeldi gegn konum sem þann glæp sem það er og einangrun þeirra sem sæta slíku ofbeldi verði rofin.
Orð eru til alls fyrst og opin umræða um heimilisofbeldi í samfélaginu leiðir vonandi til nauðsynlegara viðhorfs- og lagabreytinga.
