Vel heppnuð “tískusýning”

Tveir aðgerðahópar innan Amnesty International, hópur 4 og MH-hópur, áttu veg og vanda af sýningunni

Tveir aðgerðahópar Amnesty International, hópur 4 og MH-hópur, áttu veg og vanda af “áverkasýningu” í Iðu, Lækjargötu. Þekktar íslenskar konur tóku þátt í sýningunni, þær:

Unnur Ösp Stefánsdóttir,
Álfrún Örnólfsdóttir,
Elma Lísa Gunnarsdóttir,
Laufey Brá Jónsdóttir og
Hólmfríður Anna Baldursdóttir.

Þær komu fram í fötum frá Spútnik og Rögnu Fróða.  Meðan sýningarstúlkurnar gengu fram las kynnir upp úr íslenskum dómsmálum um heimilisofbeldi  og sýningarstúlkurnar voru farðaðar eftir áverkalýsingum úr þeim dómsmálum. Þær töluðu í stað kvennanna sem urðu fyrir þessu ofbeldi.  Palli, úr hljómsveitinni Maus, sá um tónlistina.

Á sýningunni voru áverkar  heimilisofbeldis, sem sjaldnast eru sýnilegir, dregnir fram í dagsljósið og brotinn sá þagnarmúr, sem umkringir þetta samfélagsvandamál. 

 

Sýningin var vel sótt og vill Amnesty International þakka kærlega þeim fjölmörgum sem komu að undirbúningi sýningarinnar