Venesúela: Baráttukona fyrir mannréttindum handtekin

Rocío San Miguel, þekkt baráttukona fyrir mannréttindum, var handtekin að geðþótta þann 9. febrúar 2024 á flugvellinum í Caracas í Venesúela. Hún sætir þvinguðu mannshvarfi (leynilegu varðhaldi yfirvalda).Þetta er ein af aðferðunum sem hafa verið skráðar sem stjórnvöld beita til að bæla niður andstöðu.

Skrifstofa ríkissaksóknara hefur staðfest að hún sé í haldi en neitað að upplýsa um hvar henni sé haldið. Lögfræðingar hennar hafa leitað eftir upplýsingum á varðhaldstöðum í Caracas en hafa enn ekki fengið nein svör. Dóttir Rocío og aðrir fjölskyldumeðlimir voru einnig handtekin. Rocío hefur ekki fengið aðgengi að lögfræðingi eða fjölskyldu sinni. Hún er í haldi fyrir það eitt að berjast fyrir vernd mannréttinda í Venesúela.  

SMS- félagar krefjast þess að Nicolás Maduro leysi Rocío og fjölskyldumeðlimi hennar umsvifalaust úr haldi án skilyrða og tryggi mannlega reisn hennar.