Venesúela: Fangi í lífshættu

Í nóvember 2020 handtóku yfirvöld að geðþótta Guillermo Zárraga, 59 ára gamlan verkfræðing frá Venesúela og fyrrum verkalýðsfélaga innan olíuiðnaðarins.

Síðan þá hefur hann verið ákærður og réttað yfir honum fyrir tengsl við glæpasamtök og fyrir að hafa opinberað upplýsingar um þjóðaröryggi, þó að engar vísbendingar styðji þessar ásakanir.

Heilsu hans hefur hrakað vegna ómannúðlegar meðferðar og skorts á fullnægjandi næringu. Síðastliðinn mars féll hann í yfirlið og blóðprufur sýna að ástand hans er ekki gott og hann þarfnast bráðrar og viðhlítandi læknisþjónustu.

SMS – félagar kalla á eftir því að Guillermo verði leystur úr haldi tafarlaust. Þangað til skal hann umsvifalaust fá aðgang að fullnægjandi og áreiðanlegri læknisþjónustu.

Skráðu þig í SMS-aðgerðanetið hér.