Venesúela: Leysið úr haldi ranglega fangelsaða Venesúelabúa

Undanfarinn áratug hefur Amnesty International skrásett beitingu varðhaldsvistunar að geðþótta í Venesúela. Aðgerðirnar eru hluti kúgunarstefnu ríkisstjórnar Nicolás Maduro.

Kennarar, verkalýðsfulltrúar, mannréttindafrömuðir og fjölmiðlafólk, hver sem er, getur átt á hættu að sæta varðhaldsvist af geðþóttaástæðum í pólitískum tilgangi, vera pyndaður, sæta þvinguðu mannshvarfi og verða af lífsáformum sínum.

Á meðal þeirra eru sjö einstaklingar:

  • Emirlendris Benítez: móðir og verslunarkona, handtekin í ágúst 2018.
  • María Auxiliadora Delgado og Juan Carlos Marrufo: hjón og sérfræðingar, handtekin í mars 2019.
  • Dario Estrada: einstaklingur með taugaþroskaröskun og verkfræðingur, handtekinn í desember 2020.
  • Robert Franco: kennari og verkalýðsfélagi, handtekinn í desember 2020.
  • Javier Tarazona: mannréttindafrömuður og samviskufangi, handtekinn í júlí 2021.
  • Rocío San Miguel: baráttukona fyrir mannréttindum sem var handtekin í febrúar 2024.

Sum málin, eins og mál Roland Carreño, eru beintengd pólitísku aðgerðastarfi gegn ríkisstjórn landsins en í öðrum málum, eins og í tilfelli Emirlendris Benítez, voru einstaklingar skotmark vegna fjölskyldutengsla við þriðja aðila sem stjórnvöld álitu tortryggileg.

Það hve ólík málin eru sýnir hversu mikil hættan er á að almenningur sæti varðhaldi að geðþótta og öðrum alvarlegum mannréttindabrotum þar sem áhrifanna gætir bæði á meðal þeirra sem eru yfirlýstir andstæðingar stjórnvalda og einstaklinga sem eru ekki pólitískir.

SMS-félagar kalla eftir því að þessi sjö einstaklingar verði leystir úr haldi ásamt öllum þeim einstaklingum sem eru eingöngu í haldi af pólitískum ástæðum.