Rubén González, aðgerðasinni sem barist hefur fyrir réttindum launþega, var handtekinn að geðþótta þann 29. nóvember 2018. Heilsu hans hans hefur hrakað í fangelsi og hann ekki fengið þá læknisaðstoð sem hann þarfnast. Hann er samviskufangi sem þarf að leysa úr haldi umsvifalaust án skilyrða.
Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.
Mynd er frá 2017 mótmælum gegn stjórnvöldum í Venesúela
Síðan 19. janúar 2020 hefur Rubén verið í lífshættu vegna óeðlilegrar hækkunar á blóðþrýstingi og því bráðnauðsynlegt að hann fái læknisaðstoð.
Mál Rubén González sem hefur þurft að þola handtöku að geðþótta, refsingu og óréttláta sakfellingu er eitt af fjölmörgum þar í landi en pólitískar handtökur og aftökur án dóms og laga gagnrýnenda ríkisstjórnarinnar eru einkennandi fyrir kerfisbundna kúgun stjórnvalda í Venesúela.
Mannréttindasinnar hafa einnig orðið fyrir markvissum árásum og rógsherferðum í augljósri tilraun stjórnvalda til að kæfa mannréttindastarf þeirra.
SMS-félagar krefjast þess að Rubén González verði leystur úr haldi umsvifalaust án skilyrða. Þess er einnig krafist að meðan hann er í haldi fái hann þá læknismeðferð sem hann þarfnast.
