Venesúela: Stjórnarandstæðingar í hættu

Fulltrúar og starfsfólk tengt stjórnarandstöðunni í Venesúela hafa orðið fyrir ítrekuðum árásum síðan 20. desember 2019. Aukin hætta er á handtökum að geðþótta og öðrum alvarlegum mannréttindabrotum gegn fulltrúum stjórnarandstöðunnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Nicolas Maduro, forseti Venesúela og ríkisstjórn hans hafa beitt harðræði til að bæla niður í fulltrúa stjórnarandstöðunnar. Handtökur að geðþótta og þvinguð mannshvörf eru algengar þöggunaraðferðir ríkisstjórnarinnar.

Skráðu þig í sms-aðgerðanetið hér! Sendu svo AKALL í númerið 1900 til að skrifa undir málið.

Gilber Caro og Víctor Ugas, fulltrúar stjórnarandstöðunnar, sættu að öllum líkindum þvinguðu mannshvarfi 20. desember síðastliðinn. Mál þeirra fór fyrir dóm en fjölskyldur þeirra fá ekki upplýsingar um hvar þeim er haldið.

Rógburður og hótanir gegn fulltrúum stjórnarandstöðunnar, þar á meðal fulltrúanum Delsa Solórzano, eru dæmi um atlögur gegn fulltrúum þingsins sem hafa einnig verið handteknir að geðþótta. Á síðustu árum hefur fjöldi fulltrúa stjórnarandstöðunnar neyðst til að flýja land og sækja um alþjóðlega vernd vegna hótana frá ríkisstjórn Maduro.

Frá árinu 2014 hefur fordæmislaus fjöldi íbúa frá Venesúela flúið landið í leit að öryggi og betri framtíð. Í kringum 4,8 milljónir fólks hafa nú flúið land og talið er að í enda ársins 2020 verði fjöldinn orðinn 5,5 milljónir.

Sms-félagar krefjast þess að forseti Venesúela, Nicolas Maduro, bindi enda á bælingu stjórnarandstöðunnar og verndi borgaraleg- og pólitísk réttindi fulltrúa og starfsfólks þingsins.